Ajax í sextán liða úrslit | Inter vann í Transistríu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 22:30 Ajax er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. ANP Sport/Getty Images Ajax tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld. Þá vann Inter einnig 3-1 sigur á Sheriff Tiraspol. Mats Hummels fékk rautt spjald eftir tæplega hálftíma leik. Það virtist ekki koma að sök þar sem Marco Reus kom Dortmund yfir skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu og heimamenn voru 1-0 yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik sýndu gestirnir frá Amsterdam gæði sín er þeir skoruðu þrjú mörk. Dusan Tadic jafnaði metin, Sebastian Haller kom Ajax yfir og að lokum tryggði Davy Klaassen sigur gestanna, lokatölur 3-1. Ajax trailed Dortmund 1-0 in the 70th minute. They wound up winning 3-1 to book their spot in the knockout stages pic.twitter.com/g9WmnuJ2mv— B/R Football (@brfootball) November 3, 2021 Í hinum leik C-riðils vann Sporting 4-0 sigur á Besiktas. Ajax er á toppi riðilsins með 12 stig og komið áfram í 16-liða úrslit. Þar á eftir koma Dortmund og Sporting með sex stig á meðan Besiktas er án stiga. Í D-riðli var Inter í heimsókn hjá Sheriff. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Marcelo Brozović Inter yfir á 54. mínútu. Milan Škriniar tvöfaldaði forystuna og Alexis Sanchez tryggði sigurinn áður en Adama Traore minnkaði muninn fyrir heimamenn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 og Inter hafði þar með sætaskipti við Sheriff. Inter er nú í 2. sæti með sjö stig, tveimur á eftir toppliði Real Madríd. Sheriff er í 3. sæti með sex stig og Shakhtar Donetsk rekur lestina með 1 stig. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Mats Hummels fékk rautt spjald eftir tæplega hálftíma leik. Það virtist ekki koma að sök þar sem Marco Reus kom Dortmund yfir skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu og heimamenn voru 1-0 yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik sýndu gestirnir frá Amsterdam gæði sín er þeir skoruðu þrjú mörk. Dusan Tadic jafnaði metin, Sebastian Haller kom Ajax yfir og að lokum tryggði Davy Klaassen sigur gestanna, lokatölur 3-1. Ajax trailed Dortmund 1-0 in the 70th minute. They wound up winning 3-1 to book their spot in the knockout stages pic.twitter.com/g9WmnuJ2mv— B/R Football (@brfootball) November 3, 2021 Í hinum leik C-riðils vann Sporting 4-0 sigur á Besiktas. Ajax er á toppi riðilsins með 12 stig og komið áfram í 16-liða úrslit. Þar á eftir koma Dortmund og Sporting með sex stig á meðan Besiktas er án stiga. Í D-riðli var Inter í heimsókn hjá Sheriff. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Marcelo Brozović Inter yfir á 54. mínútu. Milan Škriniar tvöfaldaði forystuna og Alexis Sanchez tryggði sigurinn áður en Adama Traore minnkaði muninn fyrir heimamenn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 og Inter hafði þar með sætaskipti við Sheriff. Inter er nú í 2. sæti með sjö stig, tveimur á eftir toppliði Real Madríd. Sheriff er í 3. sæti með sex stig og Shakhtar Donetsk rekur lestina með 1 stig. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira