Búa sig undir að setja maskínuna aftur í gang Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. nóvember 2021 18:56 Frá bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Hún verður mögulega aftur vettvangur fjöldabólusetninga þegar byrjað verður að gefa örvunarskammta um miðjan nóvember. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að byrja að gefa stórum hópi fólks með undirliggjandi sjúkdóma örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni næsta mánuðinn. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir örvunarskammt bæta ónæmi gegn veirunni umtalsvert. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, viðraði hugmyndir um að bráðlega yrði öllum Íslendingum boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer í pistli sem hann birti í dag. Slíkur skammtur yrði gefinn að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þegar er byrjað að gefa þriðja skammt bóluefnis sjötugu fólki og eldra. Næst er stefnt á að gefa fólki eldra en sextugu og framlínustarfsfólki í heilbrigðisgeiranum, lögreglu og sjúkraflutningafólki örvunarskammt. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að á næstunni verði sex mánuðir liðnir frá því að stór hópur fólks með undirliggjandi sjúkdóma var bólusettur í vor. Til skoðunar væri því að hefja aftur fjöldabólusetningu líkt og fyrr á þessu ári í Laugardalshöll í Reykjavík, dagana 15. nóvember til 15. desember. Viðræður væru í gangi við forsvarsmenn Laugardalshallar um fyrirkomulagið. „Við erum svona að búa okkur undir það að setja maskínuna í gang aftur,“ sagði Ragnheiður Ósk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nýjar rannsóknir bendi til þess að mótefnasvar eftir þriðja skammt bóluefnis sé allt að sjö til tíu sinnum betra en eftir tvo skammta. Því væri full ástæða til þess að setja aftur kraft í bólusetningar og ná þeirri bylgju sem nú er í gangi niður. Eftir áramót gæti öllum sem það kjósa verið boðið að fá örvunarskammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, viðraði hugmyndir um að bráðlega yrði öllum Íslendingum boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer í pistli sem hann birti í dag. Slíkur skammtur yrði gefinn að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þegar er byrjað að gefa þriðja skammt bóluefnis sjötugu fólki og eldra. Næst er stefnt á að gefa fólki eldra en sextugu og framlínustarfsfólki í heilbrigðisgeiranum, lögreglu og sjúkraflutningafólki örvunarskammt. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að á næstunni verði sex mánuðir liðnir frá því að stór hópur fólks með undirliggjandi sjúkdóma var bólusettur í vor. Til skoðunar væri því að hefja aftur fjöldabólusetningu líkt og fyrr á þessu ári í Laugardalshöll í Reykjavík, dagana 15. nóvember til 15. desember. Viðræður væru í gangi við forsvarsmenn Laugardalshallar um fyrirkomulagið. „Við erum svona að búa okkur undir það að setja maskínuna í gang aftur,“ sagði Ragnheiður Ósk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nýjar rannsóknir bendi til þess að mótefnasvar eftir þriðja skammt bóluefnis sé allt að sjö til tíu sinnum betra en eftir tvo skammta. Því væri full ástæða til þess að setja aftur kraft í bólusetningar og ná þeirri bylgju sem nú er í gangi niður. Eftir áramót gæti öllum sem það kjósa verið boðið að fá örvunarskammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48