59 greindu eru fullbólusettir, 29 óbólusettir og þrír hafa fengið einn skammt.
40 voru í sóttkví við greiningu en 51 utan sóttkvíar.
938 eru í einangrun og 1.195 í sóttkví.
Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun liggja sextán sjúklingar á Landspítala með Covid-19, þar af eitt ungbarn. Fjórir eru á gjörgæslu og þrír í öndunarvél. Af þeim sem liggja inni er helmingurinn óbólusettur en 76 prósent landsmanna eru fullbólusett.