Innlent

Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19

Eiður Þór Árnason skrifar
Sjúklingum hefur fjölgað um þrjá frá því á mánudag og þar af um tvo á gjörgæslu. 
Sjúklingum hefur fjölgað um þrjá frá því á mánudag og þar af um tvo á gjörgæslu.  Vísir/Vilhelm

Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 

Fjórir eru á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél en einn er sömuleiðis í hjarta- og lungnavél. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala en meðalaldur inniliggjandi sjúklinga er nú 50 ár. Þrettán voru inniliggjandi á spítalanum á mánudag og tveir á gjörgæslu, báðir í öndunarvél. 

937 sjúklingar, þar af 224 börn, eru á Covid-göngudeild spítalans. Voru 72 fullorðnir og 21 barn nýskráðir þar í gær. Frá upphafi fjórðu bylgjunnar þann 30. júní hafa verið 157 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala.

Óvissustig er áfram í gildi á spítalanum, sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda innanlandssmita í gær en von er á því að tölurnar verði birtar fyrir klukkan 13 í dag. 

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.