Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 14:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir til skoðunar að bjóða öllum almenningi þriðja skammt bólusetningarinnar gegn Covid. Vísir/Vilhelm Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þetta kemur fram í pistli sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti á covid.is í dag. Fram kom fyrr í dag að 91 hafi greinst smitaður af veirunni innanlands í gær og þrír á landamærum. Samhliða fjölgun smita hefur þeim fjölgað sem lagst hafa inn á Landspítala alvarlega veikir af Covid. Síðustu tvo sólarhringa hafa til að mynda sex lagst inn veikir af veirunni en þrír voru útskrifaðir. Allir yfir sextugu og í áhættuhópum boðinn þriðji skammtur Sextán liggja nú inni á spítalanum með veikina, þar af eitt ungbarn. Fjórir eru á gjörgæslu, þar af einn í hjarta- og lungnavél og tveir á öndunarvél. Tveir þeirra eru fullbólusettir. Þá liggur einn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri í öndunarvél vegna Covid-19. „Spá um þróun faraldursins er því að raungerast þ.e. útbreiðsla smita er að aukast í kjölfarið á afléttingu takmarkana og jafnframt er fjöldi þeirra sem leggst inn á sjúkrahús alvarlegga veikur að aukast. Um 2% þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa á spítalavist að halda og eru um 60% þeirra full bólusettir,“ skrifar Þórólfur í pistlinum. Hann segir að nú fari að hefjast hér átak í áframhaldandi bólusetningum gegn Covid. Allir 60 ára og eldri verði kallaðir inn í sína þriðju bólusetningu, eða örvunarbólusetningu, sem og einstaklingar með undirliggjandi ónæmisvandamál og þar að auki framlínustarfsmenn, eins og heilbrigðisstarfsmenn, lögregla og sjúkraflutningamenn. Þá er til skoðunar að bjóða öllum örvunarbólusetningu sem fyrst væri gefin fimm til sex mánuðum eftir skammt númer tvö. Víðtæk reynsla er enn ekki komin á örvunarbólusetningu gegn Covid-19 en Ísraelar hafa líklega mesta reynslu af því enn. Þar hefur öllum verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer um fimm til sex mánuðum eftir annan skammt. Alvarleg veikindi meðal bólusettra fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra Niðurstöður ísraelskra rannsókna benda til að örvunarbólusetning sé um 90 prósent virk í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Í kynningu Íraelsmanna á sínum niðurstöðum kemur einnig fram að alvarlegar aukaverkanir eru líklega færri eftir þriðja skammt en eftir skammt tvö en þess ber að geta að alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö eru mjög fátíðar,“ skrifar Þórólfur. „Það er líklegt að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefi Pfizer a.m.k. 5-6 mánuðum eftir bólusetningu tvö. Vonir eru bundnar við að örvunarbólusetning muni bæði koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi umfram tvær sprautur,“ segir í pistlinum. „Einnig er mikilvægt að allir sem ekki hafa mætt í sína fyrstu bólusetningu geri það sem fyrst því alvarleg veikindi meðal bólusettra (eftir tvær sprautur) eru um fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. 2. nóvember 2021 21:00 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti á covid.is í dag. Fram kom fyrr í dag að 91 hafi greinst smitaður af veirunni innanlands í gær og þrír á landamærum. Samhliða fjölgun smita hefur þeim fjölgað sem lagst hafa inn á Landspítala alvarlega veikir af Covid. Síðustu tvo sólarhringa hafa til að mynda sex lagst inn veikir af veirunni en þrír voru útskrifaðir. Allir yfir sextugu og í áhættuhópum boðinn þriðji skammtur Sextán liggja nú inni á spítalanum með veikina, þar af eitt ungbarn. Fjórir eru á gjörgæslu, þar af einn í hjarta- og lungnavél og tveir á öndunarvél. Tveir þeirra eru fullbólusettir. Þá liggur einn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri í öndunarvél vegna Covid-19. „Spá um þróun faraldursins er því að raungerast þ.e. útbreiðsla smita er að aukast í kjölfarið á afléttingu takmarkana og jafnframt er fjöldi þeirra sem leggst inn á sjúkrahús alvarlegga veikur að aukast. Um 2% þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa á spítalavist að halda og eru um 60% þeirra full bólusettir,“ skrifar Þórólfur í pistlinum. Hann segir að nú fari að hefjast hér átak í áframhaldandi bólusetningum gegn Covid. Allir 60 ára og eldri verði kallaðir inn í sína þriðju bólusetningu, eða örvunarbólusetningu, sem og einstaklingar með undirliggjandi ónæmisvandamál og þar að auki framlínustarfsmenn, eins og heilbrigðisstarfsmenn, lögregla og sjúkraflutningamenn. Þá er til skoðunar að bjóða öllum örvunarbólusetningu sem fyrst væri gefin fimm til sex mánuðum eftir skammt númer tvö. Víðtæk reynsla er enn ekki komin á örvunarbólusetningu gegn Covid-19 en Ísraelar hafa líklega mesta reynslu af því enn. Þar hefur öllum verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer um fimm til sex mánuðum eftir annan skammt. Alvarleg veikindi meðal bólusettra fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra Niðurstöður ísraelskra rannsókna benda til að örvunarbólusetning sé um 90 prósent virk í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Í kynningu Íraelsmanna á sínum niðurstöðum kemur einnig fram að alvarlegar aukaverkanir eru líklega færri eftir þriðja skammt en eftir skammt tvö en þess ber að geta að alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö eru mjög fátíðar,“ skrifar Þórólfur. „Það er líklegt að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefi Pfizer a.m.k. 5-6 mánuðum eftir bólusetningu tvö. Vonir eru bundnar við að örvunarbólusetning muni bæði koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi umfram tvær sprautur,“ segir í pistlinum. „Einnig er mikilvægt að allir sem ekki hafa mætt í sína fyrstu bólusetningu geri það sem fyrst því alvarleg veikindi meðal bólusettra (eftir tvær sprautur) eru um fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. 2. nóvember 2021 21:00 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. 2. nóvember 2021 21:00
91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22
Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57