Innlent

Leikarinn Þórir Sæ­munds­son: „Fyrsta síðan á Goog­le setur mig fram sem eitt­hvað skrímsli“

Þorgils Jónsson skrifar
Þórir Sæmundsson var í mörgum stórum hlutverkum í Þjóðleikhúsinu áður en hann var rekinn í kjölfar þess að hann sendi ungum stúlkum kynferðislegar myndir. Hann var í viðtali um stöðu sína í Kveik á RÚV í kvöld.
Þórir Sæmundsson var í mörgum stórum hlutverkum í Þjóðleikhúsinu áður en hann var rekinn í kjölfar þess að hann sendi ungum stúlkum kynferðislegar myndir. Hann var í viðtali um stöðu sína í Kveik á RÚV í kvöld. Skjáskot/RÚV

Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir.

Þetta kom fram í viðtali við Þóri í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV fyrr í kvöld.

Hann var á þeim tíma fastráðinn og fór með stór hlutverk í sýningum leikhússins, þegar hann var kallaður til fundar með Ara Matthíassyni Þjóðleikhússtjóra í mars 2017.

Þar var Þóri tjáð að leikhúsinu hefði borist kvörtun frá föður 15 ára stúlku um að hann hafi sent henni myndir af kynfærum sínum.

Þórir gengst við því en að hans sögn hafi hann fengið skilaboð á Snapchat frá stúlkum sem sögðust vera 18 ára. Þær hefðu fyrst sent honum kynferðislegar myndir og hann svo sent myndir á móti.

Stúlkurnar hafi þá tilkynnt honum að þær væru 15 ára.

Þórir segir að honum hafi brugðið, en ekki haldið að þetta yrði mikið mál.

„Mín frásögn af þessu hefur ekkert breyst. Í fjögur ár hef ég sagt sömu söguna af þessu.“

Skömmu seinna var Þórir kallaður aftur til Þjóðleikhússtjóra þar sem honum var sagt upp störfum, að sögn vegna rekstrarlegra ástæðna.

Síðan þá hafi hann ekki fengið fasta vinnu. Hann hafi sótt um 200-300 störf og þegar hann hafi fengið vinnu hafi hann fljótlega verið rekinn eftir að upp komst um hans mál.

„Af því að fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli.“

Meðal annars hafi hann sótt sér aukin ökuréttindi og farið að vinna við að aka fötluðum og öryrkjum, en hafi verið rekinn fjórum dögum síðar eftir að Strætó hafi borist kvörtun um að hann væri að keyra.

Þórir segist vera orðinn ráðalaus. Hann fái ekki lengur atvinnuleysisbætur á Íslandi.

„Ég er svo mikið fórnarlamb í þessu einhvern veginn. En mig langar ekkert að vera það og mig langar ekki að tala um það. Og mig langar ekki að sitja hérna og fokking tala um það í sjónvarpinu einu sinni. En ég veit ekki hvað ég á að gera.“

Hann segist ekki hafa viljað flýja land, því að það gæti verið túlkað sem viðurkenning á sekt.

Hann eigi þó ekki margra kosta völ.

„Ég þarf annað hvort að flýja þetta land eða gerast glæpamaður.“

Misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum

Viðtalið vakti nokkuð umtal á samfélagsmiðlum. Greinin var uppfærðAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.