Innlent

Mögulegt verkfall í miðri loðnuvertíð til umræðu á þingi SSÍ

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Loðnuveiðarnar eru gríðarlega mikilvægar og ljóst að skaðinn af verkfalli yrði verulegur.
Loðnuveiðarnar eru gríðarlega mikilvægar og ljóst að skaðinn af verkfalli yrði verulegur. Vísir/Sigurjón

Að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns Sjómannasambands Íslands, er lítil hreyfing á kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfallsboðun verði meðal þess sem rætt verður á þingi sambandsins á fimmtudag og föstudag.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Þar segir að tímasetning mögulegs verkfalls gæti tengst loðnuvertíðinni í vetur. 

Deila sjómanna SSÍ og SFS er nú á borði ríkissáttasemjara en Valmundur segir síðustu fundi hafa verið stutta. Helstu kröfur snúist um lífeyrisréttindi og önnur mál sem aðrir launþegar hafi náð fram með lífskjarasamningunum.

Valmundur býður sig fram til endurkjörs á þinginu en hann hefur sinnt formannsembættinu frá 2014. Enn sem komið er er hann einn í framboði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.