Fótbolti

Fór í hjartastopp en var endurlífgaður

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emil í leik með Sandefjord. Í dag leikur hann með Sogndal í norsku B-deildinni.
Emil í leik með Sandefjord. Í dag leikur hann með Sogndal í norsku B-deildinni. Sandefjord

Norska knattspyrnufélagið Sogndal hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hvað gerðist er Emil Pálsson hné niður í leik liðsins nú í kvöld.

Í stuttri yfirlýsingu félagsins segir að hjarta Emils hafi stöðvast en hann hafi verið endurlífgaður á staðnum.

Emil Pálsson er 28 ára fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með norska fyrstu deildar liðinu Sogndal. Hann er þar á láni frá Sarpsborg.

Frekari fréttir um málið munu birtast á Vísi þegar þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×