Einn gesta Gísla kominn með Covid og hinir í sóttkví Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2021 13:48 Hallgrímur hefur greinst með Covid og eru nú þau Sóli Hólm og Katrín Halldóra komin í sóttkví. Sóli lætur sér hvergi bregða en segir að ef hann er ekki kominn með Covid eftir að hafa verið sessunautur Hallgríms í heitu ljósi kastara í stúdíóinu þá sé hann einskonar ofurmenni. Hann er þó kominn með neikvætt úr fyrsta prófi. Hallgrímur Helgason rithöfundur er kominn með Covid en hann var meðal gesta í Vikunni sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöldið. „Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er semsagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn,“ tilkynnir Hallgrímur vinum sínum á Facebook. Hallgrímur segist vera tvívarinn með bóluefninu Astra Zeneca síðan í sumar og segir: Guð blessi bóluefnin! „Var í gærkveldi ekið hingað af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg. Hér er yndislegt að vera með útsýn yfir æskustöðvarnar og nafna á holtinu. Tímasetningin gat allavega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir.“ Ýmsir eru komnir í sóttkví sem eru í kringum Hallgrím svo sem þau sem voru með honum í sófanum hjá Gísla: Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og skemmtikrafturinn Sóli Hólm. Sem var nánast ofan í Hallgrími allan þáttinn, svo vel fór á með þeim. Einskonar ofurmenni ef hann sleppur „Ég er kominn í sóttkví,“ segir Sóli í samtali við Vísi og tilkynnir að svo sé um allan panelinn sem var í settinu hjá Gísla. Hann segist vera búinn að taka eitt neikvætt hraðpróf og svo fer hann í alvöru próf á miðvikudaginn. Ef það reynist neikvætt er hann sloppinn. Sóli og Hallgrímur sátu þétt saman í sófa Gísla, voru nánast í faðmlögum og ef Hallgrímur var kominn með Covid þá hlyti Sóli að vera kominn með veiruna einnig? „Já, ef ekki þá er ég einhverskonar ofurmenni,“ segir Sóli. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki bólusettur segir eftirherman snjalla: „Nei ég er bara búinn að læra ákveðna öndunartækni og tek mikið af vítamínum.“ Ha? „Djók. Nei, ég var með þeim fyrstu. Fékk á undan pabba,“ segir Sóli sem þurfti að gangast undir erfiða krabbameinsmeðferð fyrir fáeinum árum. „Já. Og er meira að segja búinn að fá boð um örvunarskammt þrátt fyrir að hafa fengið Pfizer.“ Mikið í húfi Þú ert sem sagt stappfullur af bóluefni? „Já, já. En það eru 6 sýningar í Bæjarbíói undir og stórtónleikar hjá Kötu. Nema maður er öllu vanur, orðinn vanari því að aflýsa en að setja eitthvað á.“ Ekki náðist í Gísla Martein né Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu vegna málsins en Hallgrímur segir að allir sem hann hitti á föstudag séu í smitgát. „Allir neikvæðir að ég best veit. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ Uppfært: Gísli Marteinn tjáði sig um smitið á Twitter og segist að óbreyttu losna úr sóttkví á miðvikudaginn. Hann sé einkennalaus líkt og Katrín Halldóra og Sóli. Þið eruð kannski búin að sjá það í fréttum en í ljós kom í gær að @HalgrimHelgason er með covid og við @SoliHolm og Katrín Halldóra erum komin í sóttkví af því við vorum í #vikan á fös. Erum öll stálslegin nema HH sem er slappur. Losnum á miðvikudag ef covid test er neikvætt.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 1, 2021 Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
„Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er semsagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn,“ tilkynnir Hallgrímur vinum sínum á Facebook. Hallgrímur segist vera tvívarinn með bóluefninu Astra Zeneca síðan í sumar og segir: Guð blessi bóluefnin! „Var í gærkveldi ekið hingað af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg. Hér er yndislegt að vera með útsýn yfir æskustöðvarnar og nafna á holtinu. Tímasetningin gat allavega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir.“ Ýmsir eru komnir í sóttkví sem eru í kringum Hallgrím svo sem þau sem voru með honum í sófanum hjá Gísla: Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og skemmtikrafturinn Sóli Hólm. Sem var nánast ofan í Hallgrími allan þáttinn, svo vel fór á með þeim. Einskonar ofurmenni ef hann sleppur „Ég er kominn í sóttkví,“ segir Sóli í samtali við Vísi og tilkynnir að svo sé um allan panelinn sem var í settinu hjá Gísla. Hann segist vera búinn að taka eitt neikvætt hraðpróf og svo fer hann í alvöru próf á miðvikudaginn. Ef það reynist neikvætt er hann sloppinn. Sóli og Hallgrímur sátu þétt saman í sófa Gísla, voru nánast í faðmlögum og ef Hallgrímur var kominn með Covid þá hlyti Sóli að vera kominn með veiruna einnig? „Já, ef ekki þá er ég einhverskonar ofurmenni,“ segir Sóli. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki bólusettur segir eftirherman snjalla: „Nei ég er bara búinn að læra ákveðna öndunartækni og tek mikið af vítamínum.“ Ha? „Djók. Nei, ég var með þeim fyrstu. Fékk á undan pabba,“ segir Sóli sem þurfti að gangast undir erfiða krabbameinsmeðferð fyrir fáeinum árum. „Já. Og er meira að segja búinn að fá boð um örvunarskammt þrátt fyrir að hafa fengið Pfizer.“ Mikið í húfi Þú ert sem sagt stappfullur af bóluefni? „Já, já. En það eru 6 sýningar í Bæjarbíói undir og stórtónleikar hjá Kötu. Nema maður er öllu vanur, orðinn vanari því að aflýsa en að setja eitthvað á.“ Ekki náðist í Gísla Martein né Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu vegna málsins en Hallgrímur segir að allir sem hann hitti á föstudag séu í smitgát. „Allir neikvæðir að ég best veit. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ Uppfært: Gísli Marteinn tjáði sig um smitið á Twitter og segist að óbreyttu losna úr sóttkví á miðvikudaginn. Hann sé einkennalaus líkt og Katrín Halldóra og Sóli. Þið eruð kannski búin að sjá það í fréttum en í ljós kom í gær að @HalgrimHelgason er með covid og við @SoliHolm og Katrín Halldóra erum komin í sóttkví af því við vorum í #vikan á fös. Erum öll stálslegin nema HH sem er slappur. Losnum á miðvikudag ef covid test er neikvætt.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 1, 2021
Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira