Einn gesta Gísla kominn með Covid og hinir í sóttkví Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2021 13:48 Hallgrímur hefur greinst með Covid og eru nú þau Sóli Hólm og Katrín Halldóra komin í sóttkví. Sóli lætur sér hvergi bregða en segir að ef hann er ekki kominn með Covid eftir að hafa verið sessunautur Hallgríms í heitu ljósi kastara í stúdíóinu þá sé hann einskonar ofurmenni. Hann er þó kominn með neikvætt úr fyrsta prófi. Hallgrímur Helgason rithöfundur er kominn með Covid en hann var meðal gesta í Vikunni sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöldið. „Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er semsagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn,“ tilkynnir Hallgrímur vinum sínum á Facebook. Hallgrímur segist vera tvívarinn með bóluefninu Astra Zeneca síðan í sumar og segir: Guð blessi bóluefnin! „Var í gærkveldi ekið hingað af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg. Hér er yndislegt að vera með útsýn yfir æskustöðvarnar og nafna á holtinu. Tímasetningin gat allavega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir.“ Ýmsir eru komnir í sóttkví sem eru í kringum Hallgrím svo sem þau sem voru með honum í sófanum hjá Gísla: Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og skemmtikrafturinn Sóli Hólm. Sem var nánast ofan í Hallgrími allan þáttinn, svo vel fór á með þeim. Einskonar ofurmenni ef hann sleppur „Ég er kominn í sóttkví,“ segir Sóli í samtali við Vísi og tilkynnir að svo sé um allan panelinn sem var í settinu hjá Gísla. Hann segist vera búinn að taka eitt neikvætt hraðpróf og svo fer hann í alvöru próf á miðvikudaginn. Ef það reynist neikvætt er hann sloppinn. Sóli og Hallgrímur sátu þétt saman í sófa Gísla, voru nánast í faðmlögum og ef Hallgrímur var kominn með Covid þá hlyti Sóli að vera kominn með veiruna einnig? „Já, ef ekki þá er ég einhverskonar ofurmenni,“ segir Sóli. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki bólusettur segir eftirherman snjalla: „Nei ég er bara búinn að læra ákveðna öndunartækni og tek mikið af vítamínum.“ Ha? „Djók. Nei, ég var með þeim fyrstu. Fékk á undan pabba,“ segir Sóli sem þurfti að gangast undir erfiða krabbameinsmeðferð fyrir fáeinum árum. „Já. Og er meira að segja búinn að fá boð um örvunarskammt þrátt fyrir að hafa fengið Pfizer.“ Mikið í húfi Þú ert sem sagt stappfullur af bóluefni? „Já, já. En það eru 6 sýningar í Bæjarbíói undir og stórtónleikar hjá Kötu. Nema maður er öllu vanur, orðinn vanari því að aflýsa en að setja eitthvað á.“ Ekki náðist í Gísla Martein né Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu vegna málsins en Hallgrímur segir að allir sem hann hitti á föstudag séu í smitgát. „Allir neikvæðir að ég best veit. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ Uppfært: Gísli Marteinn tjáði sig um smitið á Twitter og segist að óbreyttu losna úr sóttkví á miðvikudaginn. Hann sé einkennalaus líkt og Katrín Halldóra og Sóli. Þið eruð kannski búin að sjá það í fréttum en í ljós kom í gær að @HalgrimHelgason er með covid og við @SoliHolm og Katrín Halldóra erum komin í sóttkví af því við vorum í #vikan á fös. Erum öll stálslegin nema HH sem er slappur. Losnum á miðvikudag ef covid test er neikvætt.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 1, 2021 Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
„Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er semsagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn,“ tilkynnir Hallgrímur vinum sínum á Facebook. Hallgrímur segist vera tvívarinn með bóluefninu Astra Zeneca síðan í sumar og segir: Guð blessi bóluefnin! „Var í gærkveldi ekið hingað af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg. Hér er yndislegt að vera með útsýn yfir æskustöðvarnar og nafna á holtinu. Tímasetningin gat allavega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir.“ Ýmsir eru komnir í sóttkví sem eru í kringum Hallgrím svo sem þau sem voru með honum í sófanum hjá Gísla: Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og skemmtikrafturinn Sóli Hólm. Sem var nánast ofan í Hallgrími allan þáttinn, svo vel fór á með þeim. Einskonar ofurmenni ef hann sleppur „Ég er kominn í sóttkví,“ segir Sóli í samtali við Vísi og tilkynnir að svo sé um allan panelinn sem var í settinu hjá Gísla. Hann segist vera búinn að taka eitt neikvætt hraðpróf og svo fer hann í alvöru próf á miðvikudaginn. Ef það reynist neikvætt er hann sloppinn. Sóli og Hallgrímur sátu þétt saman í sófa Gísla, voru nánast í faðmlögum og ef Hallgrímur var kominn með Covid þá hlyti Sóli að vera kominn með veiruna einnig? „Já, ef ekki þá er ég einhverskonar ofurmenni,“ segir Sóli. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki bólusettur segir eftirherman snjalla: „Nei ég er bara búinn að læra ákveðna öndunartækni og tek mikið af vítamínum.“ Ha? „Djók. Nei, ég var með þeim fyrstu. Fékk á undan pabba,“ segir Sóli sem þurfti að gangast undir erfiða krabbameinsmeðferð fyrir fáeinum árum. „Já. Og er meira að segja búinn að fá boð um örvunarskammt þrátt fyrir að hafa fengið Pfizer.“ Mikið í húfi Þú ert sem sagt stappfullur af bóluefni? „Já, já. En það eru 6 sýningar í Bæjarbíói undir og stórtónleikar hjá Kötu. Nema maður er öllu vanur, orðinn vanari því að aflýsa en að setja eitthvað á.“ Ekki náðist í Gísla Martein né Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu vegna málsins en Hallgrímur segir að allir sem hann hitti á föstudag séu í smitgát. „Allir neikvæðir að ég best veit. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ Uppfært: Gísli Marteinn tjáði sig um smitið á Twitter og segist að óbreyttu losna úr sóttkví á miðvikudaginn. Hann sé einkennalaus líkt og Katrín Halldóra og Sóli. Þið eruð kannski búin að sjá það í fréttum en í ljós kom í gær að @HalgrimHelgason er með covid og við @SoliHolm og Katrín Halldóra erum komin í sóttkví af því við vorum í #vikan á fös. Erum öll stálslegin nema HH sem er slappur. Losnum á miðvikudag ef covid test er neikvætt.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 1, 2021
Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira