Fertugur Zlatan kom Milan á bragðið gegn góðvini sínum Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2021 22:00 Zlatan fagnar marki sínu í kvöld. UEFA Zlatan Ibrahimović skoraði fyrra mark AC Milan í 2-0 sigri liðsins á Roma í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í kvöld. Þá vann topplið Napoli 1-0 útisigur á Salernitana þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Roma og AC Milan mættust í Róm í kvöld. Zlatan sannaði þar að allt er fertugum fært er hann kom gestunum frá Mílanó yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Var þetta fjögur hundraðasta mark hans á annars mögnuðum ferli. Zlatan Ibrahimovi keeps reaching new milestones at the age of 40. 150 goals scored in Serie A 400 goals in domestic leagues#UCL pic.twitter.com/FUQsmMOH9I— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 31, 2021 Það var hart barist í fyrri hálfleik og alls fóru fjögur gul spjöld á loft en fleiri urðu mörkin ekki. Zlatan hélt svo að hann hefði tvöfaldað forystu gestanna eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik en er markið var skoðað kom í ljós að Svíinn var rangstæður. DEN blicken pic.twitter.com/xGFXEaXHPC— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 31, 2021 Aðeins sjö mínútum síðar var vítaspyrna dæmd á Roger Ibañez, leikmann Roma. Franck Kessie fór á punktinn og kom gestunum 2-0 yfir. Áfram var hart barist og fékk Theo Hernández, varnarmaður Milan, sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins og þar með rautt. Heimamönnum tókst á endanum að nýta sér liðsmuninn en Stephan El Shaarawy minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins. Nær komust Rómverjar þó ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Var þetta fyrsta tap Mourinho á heimavelli í 43 leikjum. José Mourinho's Serie A record at home:WWWDWWWWDWDWDWWDWWWDWWWWWDWWWWWDDWWWWWWWWWDLMilan end his 43-game unbeaten streak. pic.twitter.com/abAmD2T2Nr— Squawka Football (@Squawka) October 31, 2021 Piotr Zieliński skoraði sigurmark Napoli gegn Salernitana. Grigoris Kastanos fékk rautt spjald í liði heimamanna og Kalidou Koulibaly fékk rautt í liði gestanna. Napoli og AC Milan eru að stinga af á Ítalíu en bæði lið eru með 31 stig að loknum 11 leikjum. Lærisveinar José Mourinho í Róm eru í 5. sæti með 19 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Roma og AC Milan mættust í Róm í kvöld. Zlatan sannaði þar að allt er fertugum fært er hann kom gestunum frá Mílanó yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Var þetta fjögur hundraðasta mark hans á annars mögnuðum ferli. Zlatan Ibrahimovi keeps reaching new milestones at the age of 40. 150 goals scored in Serie A 400 goals in domestic leagues#UCL pic.twitter.com/FUQsmMOH9I— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 31, 2021 Það var hart barist í fyrri hálfleik og alls fóru fjögur gul spjöld á loft en fleiri urðu mörkin ekki. Zlatan hélt svo að hann hefði tvöfaldað forystu gestanna eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik en er markið var skoðað kom í ljós að Svíinn var rangstæður. DEN blicken pic.twitter.com/xGFXEaXHPC— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 31, 2021 Aðeins sjö mínútum síðar var vítaspyrna dæmd á Roger Ibañez, leikmann Roma. Franck Kessie fór á punktinn og kom gestunum 2-0 yfir. Áfram var hart barist og fékk Theo Hernández, varnarmaður Milan, sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins og þar með rautt. Heimamönnum tókst á endanum að nýta sér liðsmuninn en Stephan El Shaarawy minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins. Nær komust Rómverjar þó ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Var þetta fyrsta tap Mourinho á heimavelli í 43 leikjum. José Mourinho's Serie A record at home:WWWDWWWWDWDWDWWDWWWDWWWWWDWWWWWDDWWWWWWWWWDLMilan end his 43-game unbeaten streak. pic.twitter.com/abAmD2T2Nr— Squawka Football (@Squawka) October 31, 2021 Piotr Zieliński skoraði sigurmark Napoli gegn Salernitana. Grigoris Kastanos fékk rautt spjald í liði heimamanna og Kalidou Koulibaly fékk rautt í liði gestanna. Napoli og AC Milan eru að stinga af á Ítalíu en bæði lið eru með 31 stig að loknum 11 leikjum. Lærisveinar José Mourinho í Róm eru í 5. sæti með 19 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira