Fótbolti

Al­fons á­fram á toppnum | Valdimar Þór lagði upp í stór­sigri á Mold­e

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfons og félagar stefna hraðbyr á norska meistaratitilinn annað árið í röð.
Alfons og félagar stefna hraðbyr á norska meistaratitilinn annað árið í röð. nordiskfootball

Norsku meistararnir í Bodø/Glimt eru sem fyrr á toppi norsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Viðar Ara Jónssyni og félögum í Sandefjörd. Þá vann Strømsgodset ótrúlegan 6-0 sigur á Molde sem er í 2. sæti deildarinnar.

Alfons var á sínum stað í hægri bakverði Bodø/Glimt er liðið vann 1-0 sigur á Sandefjörd þökk sé marki Hugo Vetlesen á 63. mínútu. Viðar Ari lék allan leikinn á hægri væng gestanna og nældi sér í gult spjald á 55. mínútu.

Ari Leifsson lék í hjarta varnar Strømsgodset sem vann magnaðan 6-0 sigur á Molde. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk heimamanna þegar sjö mínútur lifðu leiks og lagði upp fimmta mark liðsins á 90. mínútu leiksins.

Bodø/Glimt er á toppi deildarinnar með 54 stig að loknum 25 leikjum, sjö stigum meira en Molde. Ari Leifsson og Valdimar Þór eru í 8. sæti með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×