Innlent

Ný stjórn Sam­taka leigj­enda: Leigu­markaðurinn skuli þjóna leigj­endum

Þorgils Jónsson skrifar
Óðinstorg
Óðinstorg

Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær.

Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnvöld uppfylli ekki lagaskyldu sína gagnvart leigjendum og réttindi og efnahagsleg staða leigjenda á Íslandi sé miklum mun lakari en í næstu nágrannalöndum.

„Aðeins leigjendur sjálfir geta breytt þessari stöðu.“

Skorar fundurinn því á alla leigjendur til að ganga til liðs við samtökin og „taka þátt í löngu tímabærri hagsmunabaráttu leigjenda og þeirra sem ekki komast inn á íbúðamarkaðinn“.

Stefnt er að því að fjölga félögum víða um land og meðal leigjenda tiltekinna leigufélaga.

Var stjórninni falið að tengja sem flesta þeirra inn í starf samtakanna.

Fundurinn fól stjórninni að leggja fram fyrir leigjendaþing, sem halda skuli á næsta ári, frumvarp að kröfugerð samtakanna sem fela þurfi í sér „gagngera breytingu á leigumarkaðinum, svo hann þjóni leigjendum en misnoti þá ekki“.

Eftirtalin voru kjörin í stjórn og varastjórn samtakanna: Anita Da Silva Bjarnadóttir, Guðmundur Hrafn Arngrímsson, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Laufey Líndal Ólafsdóttir, Rán Reynisdóttir, Vilborg Bjarkadóttir, Yngvi Ómar Sighvatsson og Þórdís Bjarnleifsdóttir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.