Innlent

„Við hljótum að geta skemmt okkur betur en svo að kvöldið þurfi að enda í sjúkra­bíl“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Gríðarlegt álag var við sjúkraflutninga í gærnótt.
Gríðarlegt álag var við sjúkraflutninga í gærnótt. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins stóð í ströngu við sjúkraflutninga í gærkvöldi og í nótt. Eftir miðnætti í gærkvöldi voru fjórir til sex sjúkrabílar stöðugt í miðbæ Reykjavíkur.

Slökkviliðið setur ástandið í samhengi á Facebook-síðu sinni. Sex bílar voru helmingur af öllum tiltækum sjúkrabílum í gærkvöldi. Fari hinir sex í útkall er aðeins einn slökkviliðsmaður eftir til að bregðast við í borginni. Ekki einn sjúkrabíll, heldur einn stakur slökkviliðsmaður.

Slökkviliðið fór í samtals 119 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Þar af voru Covid-19 flutningar 17 talsins og forgangsflutningar 39. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×