Sögðust vera Talibanar og myrtu þrennt til að koma í veg fyrir tónlistarflutning Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 20:25 Árásarmennirnir sögðust vera vígamenn Talibana. Hér má sjá tvo slíka en myndin tengist fréttinni ekki beint. MARCUS YAM/Getty Þrír vopnaðir menn ruddust inn í mosku þar sem brúðkaup fór fram í Afganistan í gærkvöldi og heimtuðu að tónlistarflutningi yrði hætt í nafni Talibana. Fór svo að þeir myrtu minnst þrennt í skotárás. The Guardian hefur eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni Talibana, að tveir árásarmannanna hafi verið handteknir og að þeir tengist Talibönum ekki á nokkurn hátt. „Handsömuðu árásarmennirnir, sem hafa í nafni Íslamska furstadæmisins leyst persónulegar deilur, verða dæmdir eftir sjaríalögum,“ segir Mujahid. Talsmaður héraðsstjóra Nangahar héraðs, þar sem árásin var gerð, hefur staðfest ódæðisverkið en hefur ekki veitt nánari upplýsingar. Fjölskyldumeðlimur fórnarlambanna segir árásina hafa verið gerða meðan tónlist var flutt. „Ungu mennirnir voru að spila tónlist í öðru herbergi og þrír vígamenn Talibana komu og hófu skothríð. Áverkar hinna tveggja særðu eru alvarlegir,“ segir sjónarvotturinn. Talibanar hafa áður bannað tónlist Í fyrri valdatíð Talibana í Afganistan fyrir rúmum tveimur áratugum var tónlist með öllu bönnuð. Núverandi stjórn Talibana hefur ekki bannað tónlist þó ráðamenn þar telji hana brot á reglum íslam. „Innan Íslamska furstadæmisins hefur enginn rétt til að banna neinum að flytja tónlist, einungis til að reyna að sannfæra fólk um að sleppa því. Það er eina leiðin,“ sagði Mujahid á blaðamannafundi. Ef nokkur drepur einhvern af sjálfsdáðum, jafnvel liðsmenn okkar, er það glæpur og við munum draga hann fyrir dómstóla,“ bætti hann við. Afganistan Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
The Guardian hefur eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni Talibana, að tveir árásarmannanna hafi verið handteknir og að þeir tengist Talibönum ekki á nokkurn hátt. „Handsömuðu árásarmennirnir, sem hafa í nafni Íslamska furstadæmisins leyst persónulegar deilur, verða dæmdir eftir sjaríalögum,“ segir Mujahid. Talsmaður héraðsstjóra Nangahar héraðs, þar sem árásin var gerð, hefur staðfest ódæðisverkið en hefur ekki veitt nánari upplýsingar. Fjölskyldumeðlimur fórnarlambanna segir árásina hafa verið gerða meðan tónlist var flutt. „Ungu mennirnir voru að spila tónlist í öðru herbergi og þrír vígamenn Talibana komu og hófu skothríð. Áverkar hinna tveggja særðu eru alvarlegir,“ segir sjónarvotturinn. Talibanar hafa áður bannað tónlist Í fyrri valdatíð Talibana í Afganistan fyrir rúmum tveimur áratugum var tónlist með öllu bönnuð. Núverandi stjórn Talibana hefur ekki bannað tónlist þó ráðamenn þar telji hana brot á reglum íslam. „Innan Íslamska furstadæmisins hefur enginn rétt til að banna neinum að flytja tónlist, einungis til að reyna að sannfæra fólk um að sleppa því. Það er eina leiðin,“ sagði Mujahid á blaðamannafundi. Ef nokkur drepur einhvern af sjálfsdáðum, jafnvel liðsmenn okkar, er það glæpur og við munum draga hann fyrir dómstóla,“ bætti hann við.
Afganistan Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira