Talsvert um að fyrirtæki hafi frestað árshátíðum fram yfir áramót Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2021 13:38 Dagmar Haraldsdóttir, eigandi Concept events og formaður Samtaka viðburðarfyrirtækja, segir mikinn uppgang hafa verið í skemmtanahaldi að undanförnu. Núna hins vegar sé talsvert um að fyrirtæki hafi aflýst viðburðum sínum vegna uppsveiflu í faraldrinum. Vísir/Sigurjón Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðarfyrirtækja, segir að flest stærri fyrirtæki hafi frestað árshátíðum sínum fram yfir áramót. Engu að síður sé stór skemmtanahelgi fram undan og það sé sérstakt fagnaðarefni að sjá að flestir setji það sem skilyrði að fólk taki hraðpróf - enda sé forsenda fyrir því að fá að halda samkvæmi að smit séu í lágmarki. „Það sem ég hef séð, allavega frá okkur, þá hafa nær öll stærri fyrirtæki frestað sínum árshátíðum fram yfir áramót,” segir Dagmar en líkt og greint var frá í dag aflýsti ríkislögreglustjóri árshátíð sinni sem átti að fara fram í kvöld. Dagmar segir að almennt séu það fyrirtæki með 500 starfsmenn eða fleiri sem hafi aflýst viðburðum sínum. Þrátt fyrir það sé talsvert mikið um að vera enda hafi fyrirtæki stokkið á vagninn um leið og ráðist var í afléttingar. „Um leið og það var aflétt þá fór allt af stað í að skipuleggja og það er það sem er að gerast núna,” segir Dagmar og bætir við að mikið hafi verið sótt í viðburðarfyrirtæki að undanförnu. „Það er að koma þetta tímabil þar sem fólk er að hittast og gleðjast saman fyrir jól, á jólahlaðborðum og fleira. Við höfum verið að halda stærri árshátíðir og viðburði en þar erum við að mælast til að allir fari í hraðpróf.” Dagmar segir afar mikilvægt að fyrirtæki taki ábyrgð og setji það sem skilyrði að fólk fari í hraðpróf fyrir stærri viðburði enda sé forsenda þess að hægt sé að halda viðburði að smit í samfélaginu séu í lágmarki. „Við mælum frekar með því en sjálfsprófunum því þau virðast ekki alveg gilda. Við höfum gert það með okkar viðburði að allir fari í hraðpróf og sýni strikamerki við inngang. Ég veit ekki til þess að það hafi komið upp nein sýking á þeim viðburðum sem við höfum verið að skipuleggja.” Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var sagt að flestum stærri árshátíðum um helgina hafi verið aflýst þegar raunin er að flest fyrirtæki hafa beðið með að skipuleggja árshátíðir fram yfir áramót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
„Það sem ég hef séð, allavega frá okkur, þá hafa nær öll stærri fyrirtæki frestað sínum árshátíðum fram yfir áramót,” segir Dagmar en líkt og greint var frá í dag aflýsti ríkislögreglustjóri árshátíð sinni sem átti að fara fram í kvöld. Dagmar segir að almennt séu það fyrirtæki með 500 starfsmenn eða fleiri sem hafi aflýst viðburðum sínum. Þrátt fyrir það sé talsvert mikið um að vera enda hafi fyrirtæki stokkið á vagninn um leið og ráðist var í afléttingar. „Um leið og það var aflétt þá fór allt af stað í að skipuleggja og það er það sem er að gerast núna,” segir Dagmar og bætir við að mikið hafi verið sótt í viðburðarfyrirtæki að undanförnu. „Það er að koma þetta tímabil þar sem fólk er að hittast og gleðjast saman fyrir jól, á jólahlaðborðum og fleira. Við höfum verið að halda stærri árshátíðir og viðburði en þar erum við að mælast til að allir fari í hraðpróf.” Dagmar segir afar mikilvægt að fyrirtæki taki ábyrgð og setji það sem skilyrði að fólk fari í hraðpróf fyrir stærri viðburði enda sé forsenda þess að hægt sé að halda viðburði að smit í samfélaginu séu í lágmarki. „Við mælum frekar með því en sjálfsprófunum því þau virðast ekki alveg gilda. Við höfum gert það með okkar viðburði að allir fari í hraðpróf og sýni strikamerki við inngang. Ég veit ekki til þess að það hafi komið upp nein sýking á þeim viðburðum sem við höfum verið að skipuleggja.” Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var sagt að flestum stærri árshátíðum um helgina hafi verið aflýst þegar raunin er að flest fyrirtæki hafa beðið með að skipuleggja árshátíðir fram yfir áramót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira