Lea Schüller kom heimakonum í Bayern yfir á 28. mínútu, áður en Giulia Gwinn tvöfaldaði forystuna tíu mínútum seinna.
Sjoeke Nüksen minnkaði muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja.
Klara Bühl kom heimakonum aftur í tveggja marka forskot á 55. mínútu, en Laura Feiersinger minnkaði muninn á ný 25 mínútum fyrir leikslok.
Bühl bætti svo við sínu öðru marki og fjórða marki Bayern á 78. mínútu og tryggði heimakonum þar með sigurinn og sæti í átta liða úrslitum þýska bikarsins.
VIERTELFINALE!!! 🏆#MiaSanMia #FCBayern 🔴⚪️ pic.twitter.com/BB7Lom0KyO
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) October 30, 2021