Birkir Blær kominn í níu manna úrslit Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 23:04 Birkir Blær er að gera það gott í Svíþjóð um þessar mundir. Idol Hinn 21 árs gamli akureyringur, Birkir Blær Óðinsson, komst í kvöld áfram í níu manna úrslit í sænska Idolinu. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig og eftir hvatningu stjúpsystur sinnar sótti hann um að taka þátt í sænsku útgáfu söngkeppninnar Idol. Sú ákvörðun hefur vægast sagt borgað sig. Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Fyrirkomulag þáttanna er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. Í síðustu viku söng Birkir Blær lagið Yellow með Coldplay og flutningur hans hefur greinilega fallið í kramið hjá Svíanum. Nú hefur sænskur almenningur heila viku til að ákveða hvort flutningur Birkis Blæs á laginu Leave The Door Open með Silk Sonic í kvöld dugi honum til að komast áfram. Lögin sem flutt voru í kvöld voru valin fyrir keppendur af dómurum þáttanna. Þema næstu viku er tónlist hljómsveitarinnar Abba. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort sænskir keppendur njóti forskots á Birki Blæ í næstu keppni. Philip Ström var sá sem datt út úr keppninni að þessu sinni en hin níu sem eftir lifa má sjá hér að neðan ásamt þeim lögum sem þau fluttu í kvöld. Erik Elias Ekström – You’re Beautiful með James Blunt Lana Sulhav – Ain’t No Sunshine með Bill Withers Birkir Blær – Leave The Door Open með Silk Sonic Amena Alsameai – Ocean Eyes með Billie Eilish Fredrik Lundman – I Want It That Way með Backstreet Boys Jacqline Mossberg Mounkassa – Stay með Rihanna & Mikky Ekko Daut Ajvaz – U Got It Bad með Usher Annika Wickihalder – Take Me To Church með Hozier Sunny Taylor – Skate með Bruno Mars Svíþjóð Tónlist Íslendingar erlendis Hæfileikaþættir Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Sjá meira
Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig og eftir hvatningu stjúpsystur sinnar sótti hann um að taka þátt í sænsku útgáfu söngkeppninnar Idol. Sú ákvörðun hefur vægast sagt borgað sig. Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Fyrirkomulag þáttanna er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. Í síðustu viku söng Birkir Blær lagið Yellow með Coldplay og flutningur hans hefur greinilega fallið í kramið hjá Svíanum. Nú hefur sænskur almenningur heila viku til að ákveða hvort flutningur Birkis Blæs á laginu Leave The Door Open með Silk Sonic í kvöld dugi honum til að komast áfram. Lögin sem flutt voru í kvöld voru valin fyrir keppendur af dómurum þáttanna. Þema næstu viku er tónlist hljómsveitarinnar Abba. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort sænskir keppendur njóti forskots á Birki Blæ í næstu keppni. Philip Ström var sá sem datt út úr keppninni að þessu sinni en hin níu sem eftir lifa má sjá hér að neðan ásamt þeim lögum sem þau fluttu í kvöld. Erik Elias Ekström – You’re Beautiful með James Blunt Lana Sulhav – Ain’t No Sunshine með Bill Withers Birkir Blær – Leave The Door Open með Silk Sonic Amena Alsameai – Ocean Eyes með Billie Eilish Fredrik Lundman – I Want It That Way með Backstreet Boys Jacqline Mossberg Mounkassa – Stay með Rihanna & Mikky Ekko Daut Ajvaz – U Got It Bad með Usher Annika Wickihalder – Take Me To Church með Hozier Sunny Taylor – Skate með Bruno Mars
Svíþjóð Tónlist Íslendingar erlendis Hæfileikaþættir Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Sjá meira