Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik

Gavriel skoraði fyrra mark Arsenal í dag.
Gavriel skoraði fyrra mark Arsenal í dag. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images

Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Gestirnir í Arsenal byrjuðu af miklum krafti og voru óheppnir að vera ekki komnir með forystuna strax á fyrstu mínútu.

Þeir urftu þó ekki að bíða lengi því fyrsta mark leiksins kom á fimmtu mínútu þegar Gabriel stýrði hornspyrnu Bukayo Saka í netið.

Emile Smith-Rowe kom Arsenal svo í 2-0 á 18. mínútu eftir vandræðagang í vörn heimamanna og staðan var því 2-0 í hálfleik.

Heimamenn í Leicester voru mun meira með boltann í seinni hálfleik og fengu nokkur ágætis færi til að minnka muninn og koma sér aftur inn í leikinn, en allt kom fyrir ekki og leikmenn Arsenal fögnuðu góðum 2-0 sigri. 

Arsenal hefur nú ekki tapað leik í ensku úrvalsdeildinni síðan liðið steinlá gegn Manchester City þann 28. ágúst. Lundúnaliðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig eftir tíu leiki. Leicester situr í tíunda sæti með 14 stig.



Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira