„Við verðum bara að treysta fólki“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. október 2021 12:20 Þórólfur segist vona að ekki þurfi að grípa til hertra aðgerða. Vísir/Vilhelm Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. Alls greindust 78 smitaðir innanlands í gær. Flestir voru í sóttkví við greiningu og áfram er meirihluti smita að greinast hjá bólusettum einstaklingum. Þrettán eru nú inniliggjandi á spítala, fjórir á gjörgæslu og þar af einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir faraldurinn á nokkuð svipuðu róli og hann hefur verið undanfarna daga. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við og við þurfum bara að sjá hvernig þróunin verður næstu daga, hvort þetta verði eitthvað svipað, eða hvort þetta fer eitthvað að fara niður, sem væri náttúrulega best, eða eitthvað upp á við,“ segir Þórólfur. Hann bendir þó á að þróunin hafi verið sú í haust að faraldurinn sé í uppsveiflu og það sé varhugavert að leggja mat á tölur degi til dags. Fleiri hafi nú greinst og þurft að leggjast inn heldur en í sumar þegar gripið var til aðgerða. „Við erum á verri stað núna hvað það varðar,“ segir Þórólfur. Í ljósi þessa gæti þurft að herða takmarkanir en Þórólfur segist þó ekki gera ráð fyrir því að skila minnisblaði til ráðherra í dag. „Það stendur nú ekki til en við erum alltaf í stöðugu samræðum um stöðuna og þróunina. Við höfum náttúrulega verið að hvetja fólk til þess að fara varlega og gæta að þessum einstaklingsbundnum sóttvörnum og vera ekki að hópast saman,“ segir Þórólfur. „Við erum að benda á þetta til þess að forðast það að beita einhverjum harðari aðgerðum, best væri ef við getum með því móti náð þessu niður. Við verðum bara að treysta fólki eins og við höfum alltaf gert í þessum faraldri,“ segir Þórólfur. Ertu eitthvað áhyggjufullur yfir helginni og hvernig tölurnar verða eftir það? „Þetta er alltaf bara spurningin um hvernig fólk hegðar sér og auðvitað verður það bara að koma í ljós eins og alltaf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06 Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Alls greindust 78 smitaðir innanlands í gær. Flestir voru í sóttkví við greiningu og áfram er meirihluti smita að greinast hjá bólusettum einstaklingum. Þrettán eru nú inniliggjandi á spítala, fjórir á gjörgæslu og þar af einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir faraldurinn á nokkuð svipuðu róli og hann hefur verið undanfarna daga. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við og við þurfum bara að sjá hvernig þróunin verður næstu daga, hvort þetta verði eitthvað svipað, eða hvort þetta fer eitthvað að fara niður, sem væri náttúrulega best, eða eitthvað upp á við,“ segir Þórólfur. Hann bendir þó á að þróunin hafi verið sú í haust að faraldurinn sé í uppsveiflu og það sé varhugavert að leggja mat á tölur degi til dags. Fleiri hafi nú greinst og þurft að leggjast inn heldur en í sumar þegar gripið var til aðgerða. „Við erum á verri stað núna hvað það varðar,“ segir Þórólfur. Í ljósi þessa gæti þurft að herða takmarkanir en Þórólfur segist þó ekki gera ráð fyrir því að skila minnisblaði til ráðherra í dag. „Það stendur nú ekki til en við erum alltaf í stöðugu samræðum um stöðuna og þróunina. Við höfum náttúrulega verið að hvetja fólk til þess að fara varlega og gæta að þessum einstaklingsbundnum sóttvörnum og vera ekki að hópast saman,“ segir Þórólfur. „Við erum að benda á þetta til þess að forðast það að beita einhverjum harðari aðgerðum, best væri ef við getum með því móti náð þessu niður. Við verðum bara að treysta fólki eins og við höfum alltaf gert í þessum faraldri,“ segir Þórólfur. Ertu eitthvað áhyggjufullur yfir helginni og hvernig tölurnar verða eftir það? „Þetta er alltaf bara spurningin um hvernig fólk hegðar sér og auðvitað verður það bara að koma í ljós eins og alltaf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06 Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06
Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52