Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2021 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. Áttatíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær og eru nú þrettán inniliggjandi. Einn er á gjörgæslu líkt og í gær. Sóttvarnalæknir segist ekki vera með hertar aðgerðir á teikniborðinu eins og er en að hann eigi í stöðugu samtali við sinn ráðherra. Staðan sé mjög viðkvæm og því seinna sem er brugðist við því erfiðara sé að ná fjölda smitaðra niður. 2.000 manns mega nú koma saman og sóttvarnalæknir segir stöðuna alvarlega. „Ég er búinn að tala um þetta langan tíma og það er alltaf verið að spyrja mig um þetta sama. Ég er alltaf að segja og benda á það sama. Ýmist er það kallað hræðsluáróður eða maður sé ekki með hlutina alveg í réttu ljósi. Ég veit ekki hvað þarf til til að menn sjái þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þar segist hann ekki bara eiga við stjórnvöld. „Ég er að tala um fjölmiðla til dæmis, hvernig þeir ræða um þessi mál. Almenning og áhrifamenn og stjórnvöld þar á meðal. Meðan það er ekki samstaða um þetta og menn eru ekki að sjá að það þurfi að halda þessu á þessum nótum þá er mjög erfitt að eiga við þetta. Við erum varla fyrr búin að ná faraldrinum niður og ná góðri stöðu þá vilja menn hætta öllu og þá byrjar þessi leikur upp á nýtt. Staðan er bara þannig og það er bara spurning hvernig tökum viljum við ná á þessu,“ segir Þórólfur.Finnst þér þú ekki njóta stuðnings hjá stjórnvöldum?„Ég nýt stuðnings míns ráðherra en ríkisstjórnin heyrist mér ekki standa einhuga á bak við þetta. Það er algjörlega ljóst. Og svo stjórnvöld, margir hverjir og umræðan í fjölmiðlum er þannig að menn eru ekki núna á þessari línu greinilega, margir hverjir. Auðvitað eru margir sem sjá þetta í þessu ljósi og þá erum við alltaf að brenna okkur á þessu aftur og aftur,“ segir Þórólfur.Hann segist vera í samtali við heilbrigðisráðherra og fleiri um stöðuna. Hann sé ekki farinn að huga að minnisblaði um hertar aðgerðir að svo stöddu en staðan sé metin dag frá degi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Áttatíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær og eru nú þrettán inniliggjandi. Einn er á gjörgæslu líkt og í gær. Sóttvarnalæknir segist ekki vera með hertar aðgerðir á teikniborðinu eins og er en að hann eigi í stöðugu samtali við sinn ráðherra. Staðan sé mjög viðkvæm og því seinna sem er brugðist við því erfiðara sé að ná fjölda smitaðra niður. 2.000 manns mega nú koma saman og sóttvarnalæknir segir stöðuna alvarlega. „Ég er búinn að tala um þetta langan tíma og það er alltaf verið að spyrja mig um þetta sama. Ég er alltaf að segja og benda á það sama. Ýmist er það kallað hræðsluáróður eða maður sé ekki með hlutina alveg í réttu ljósi. Ég veit ekki hvað þarf til til að menn sjái þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þar segist hann ekki bara eiga við stjórnvöld. „Ég er að tala um fjölmiðla til dæmis, hvernig þeir ræða um þessi mál. Almenning og áhrifamenn og stjórnvöld þar á meðal. Meðan það er ekki samstaða um þetta og menn eru ekki að sjá að það þurfi að halda þessu á þessum nótum þá er mjög erfitt að eiga við þetta. Við erum varla fyrr búin að ná faraldrinum niður og ná góðri stöðu þá vilja menn hætta öllu og þá byrjar þessi leikur upp á nýtt. Staðan er bara þannig og það er bara spurning hvernig tökum viljum við ná á þessu,“ segir Þórólfur.Finnst þér þú ekki njóta stuðnings hjá stjórnvöldum?„Ég nýt stuðnings míns ráðherra en ríkisstjórnin heyrist mér ekki standa einhuga á bak við þetta. Það er algjörlega ljóst. Og svo stjórnvöld, margir hverjir og umræðan í fjölmiðlum er þannig að menn eru ekki núna á þessari línu greinilega, margir hverjir. Auðvitað eru margir sem sjá þetta í þessu ljósi og þá erum við alltaf að brenna okkur á þessu aftur og aftur,“ segir Þórólfur.Hann segist vera í samtali við heilbrigðisráðherra og fleiri um stöðuna. Hann sé ekki farinn að huga að minnisblaði um hertar aðgerðir að svo stöddu en staðan sé metin dag frá degi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira