Fótbolti

Íslendingalið Elfsborg upp að hlið Malmö á toppi sænsku deildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborg í kvöld.
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborg í kvöld. Elfsborg

Íslendingaliðið Elfsborg vann í kvöld mikilvægan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Degerfors í 25. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborg og Sveinn Aron Gudjohnsen kom inn á sem varamaður á 80. mínútu. 

Leo Vaisanen og Jeppe Okkels skoruðu mörk Elfsborg áður en Victor Edvardsen minnkaðu muninn stuttu fyrir leikslok.

Elfsborg er nú í öðru sæti deildarinnar með 48 stig, jafn mörg stig og Malmö en með verri markatölu.

Þá spilaði Ari Freyr Skúlason seinni hálfleikinn fyrir Norrköping er liðið kastaði frá sér tveggja marka forystu gegn Mjallby.

Samuel Adegbenro og Christoffer Nyman sáu til þess að Ari Freyr og félagar voru 2-0 yfir þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka, en Joel Nilsson minnkaði muninn á 79. mínútu áður en Amin Sarr jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.