Fordæma yfirlýsingu bæjarstjórnar á Hornafirði vegna kynferðisbrotamáls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2021 15:19 Málið er sagt viðkvæmt og erfitt í fámennu sveitarfélagi á borð við Hornafjörð. Vísir/Vilhelm Nokkrir tugir íbúa og aðila tengdum sveitarfélaginu Hornafirði fordæma yfirlýsingu bæjarstjórnar í kjölfar dóms í kynferðisbrotamáli aðila tengdum bæjarstjóra sveitarfélagsins. Telja þeir illa hafa verið staðið að málum á meðan rannsókn lögreglu stóð og vísa til þess að starfsmanni, sem grunaður var um kynferðisbrot, hefði ekki verið vikið frá störfum. „Við undirritaðir íbúar og velunnarar sveitarfélags Hornafjarðar fordæmum yfirlýsingu bæjarstjórnar og aðgerðarleysi í kjölfar máls er varðar fyrrum starfsfólk sveitarfélagsins. Það er með öllu óskiljanlegt, að árið 2021, sé stuðningur við þolanda í yfirlýsingu frá bæjaryfirvöldum enginn og krefjumst við þess að verkferlar verði endurskoðaðir,“ segir í yfirlýsingunni sem sett er fram undir merkjum íbúa og velunnara sveitarfélagsins. Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir, íbúi á Hornafirði sem hratt af stað undirskriftasöfnuninni, segir málið viðkvæmt og erfitt í svo litlu sveitarfélagi sem Hornafjörður sé. Rúmlega 2400 búa í sveitarfélaginu. Kynferðisleg áreitni í vinnuferð Aðdragandi málsins er sá að starfsmaður sveitarfélagsins lagði í apríl 2019 fram kæru á hendur stjórnanda hjá sveitarfélaginu. Stjórnandinn er systir bæjarstjórans, Matthildar Ásmundardóttur. Tvö og hálft ár liðu þar til dómur féll í málinu og var systirin dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og legið hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Sögðu ágreining um málsatvik Sveitarfélagið Hornafjörður sagði í yfirlýsingu sinni, og vísaði til nýfallins dóms og fjölmiðlaumfjöllunar, að ágreiningur hefði verið um málsatvik í upphafi. Þá hefði brotaþoli ekki verið undirmaður stjórnandans og þær ekki starfað saman dags daglega. Brotaþoli hefði þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hefði verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Hvergi minnst á stuðning við brotaþola Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir gerir þá athugasemd að hvergi í yfirlýsingunni hafi komið fram nokkurs konar stuðningur við brotaþola. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu flutti brotaþoli af svæðinu í kjölfar þess að málið kom upp en hún hafði þegar sagt upp störfum. Guðrún Stefanía segir íbúa og velunnara Hornafjarðar, sem skrifa undir yfirlýsinguna, gera þá kröfu að farið verði í einhverjar breytingar á verkferlum. Það sé kannski ekki eðlilegt að fólk geti haldið áfram í starfi sínu í tilfellum sem þessum, þegar mál eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé hvergi nefnt hvernig tekið yrði á svipuðum málum í framtíðinni. Hornafjörður Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. 27. október 2021 20:03 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
„Við undirritaðir íbúar og velunnarar sveitarfélags Hornafjarðar fordæmum yfirlýsingu bæjarstjórnar og aðgerðarleysi í kjölfar máls er varðar fyrrum starfsfólk sveitarfélagsins. Það er með öllu óskiljanlegt, að árið 2021, sé stuðningur við þolanda í yfirlýsingu frá bæjaryfirvöldum enginn og krefjumst við þess að verkferlar verði endurskoðaðir,“ segir í yfirlýsingunni sem sett er fram undir merkjum íbúa og velunnara sveitarfélagsins. Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir, íbúi á Hornafirði sem hratt af stað undirskriftasöfnuninni, segir málið viðkvæmt og erfitt í svo litlu sveitarfélagi sem Hornafjörður sé. Rúmlega 2400 búa í sveitarfélaginu. Kynferðisleg áreitni í vinnuferð Aðdragandi málsins er sá að starfsmaður sveitarfélagsins lagði í apríl 2019 fram kæru á hendur stjórnanda hjá sveitarfélaginu. Stjórnandinn er systir bæjarstjórans, Matthildar Ásmundardóttur. Tvö og hálft ár liðu þar til dómur féll í málinu og var systirin dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og legið hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Sögðu ágreining um málsatvik Sveitarfélagið Hornafjörður sagði í yfirlýsingu sinni, og vísaði til nýfallins dóms og fjölmiðlaumfjöllunar, að ágreiningur hefði verið um málsatvik í upphafi. Þá hefði brotaþoli ekki verið undirmaður stjórnandans og þær ekki starfað saman dags daglega. Brotaþoli hefði þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hefði verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Hvergi minnst á stuðning við brotaþola Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir gerir þá athugasemd að hvergi í yfirlýsingunni hafi komið fram nokkurs konar stuðningur við brotaþola. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu flutti brotaþoli af svæðinu í kjölfar þess að málið kom upp en hún hafði þegar sagt upp störfum. Guðrún Stefanía segir íbúa og velunnara Hornafjarðar, sem skrifa undir yfirlýsinguna, gera þá kröfu að farið verði í einhverjar breytingar á verkferlum. Það sé kannski ekki eðlilegt að fólk geti haldið áfram í starfi sínu í tilfellum sem þessum, þegar mál eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé hvergi nefnt hvernig tekið yrði á svipuðum málum í framtíðinni.
Hornafjörður Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. 27. október 2021 20:03 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. 27. október 2021 20:03