96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 10:13 96 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítala. Vísir/Einar 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. Þetta kemur fram í frétt RÚV sem ræddi við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Að hans sögn er fjölgun smita nánast í veldisvexti. „Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ er haft eftir Má í frétt RÚV. Mikið af ungu fólki að leggjast inn Að hans sögn eru þeir sem leggjast nú inn á Landspítala vegna Covid yngri en áður. Tveir þeirra sem séu á gjörgæslu séu ekki orðnir fimmtugir, annar fæddur 1975 og hinn 1984. „Það er óvenjulega mikið af ungu fólki, fólk sem er fætt um 1970 eða um eða eftir 1980 sem eru inniliggjandi hjá okkur núna,“ segir Már. Fimm þeirra sem liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn smituðust á spítalanum. „Þeir eru minna veikir af völdum Covid enþeir eru að jafna sig eftir opna hjartaaðgerð,“ segir Már. Að hans sögn eru þá fimm talsvert veikir sem liggi inni á legudeild. 900 séu nú á göngudeild Covid í eftirliti og daglega hafi einhver lagst inn á spítalann vegna veikinnar. Einn hafi lagst inn í gær en enginn þeirra sem séu á gjörgæslu komi af hjartadeildinni. Meira en helmingur utan sóttkvíar við greiningu Fimm greindust smitaðir á landamærunum í gær, fjórir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum. Förutíu og einn var í sóttkví við greiningu en fimmtíu og fimm utan sóttkvíar. Þá greindust 88 í einkennasýnatöku og átta í sóttkvíar- og handahófsskimun. 1750 eru nú í sóttkví og 840 í einangrun, samkvæmt covid.is. Hvorki er búið að uppfæra á vefnum hve margir eru á sjúkrahúsi né hve margir voru bólusettir við greiningu. Fréttin var uppfærð með uppfærðum tölum á covid.is klukkan 13:00 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt RÚV sem ræddi við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Að hans sögn er fjölgun smita nánast í veldisvexti. „Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ er haft eftir Má í frétt RÚV. Mikið af ungu fólki að leggjast inn Að hans sögn eru þeir sem leggjast nú inn á Landspítala vegna Covid yngri en áður. Tveir þeirra sem séu á gjörgæslu séu ekki orðnir fimmtugir, annar fæddur 1975 og hinn 1984. „Það er óvenjulega mikið af ungu fólki, fólk sem er fætt um 1970 eða um eða eftir 1980 sem eru inniliggjandi hjá okkur núna,“ segir Már. Fimm þeirra sem liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn smituðust á spítalanum. „Þeir eru minna veikir af völdum Covid enþeir eru að jafna sig eftir opna hjartaaðgerð,“ segir Már. Að hans sögn eru þá fimm talsvert veikir sem liggi inni á legudeild. 900 séu nú á göngudeild Covid í eftirliti og daglega hafi einhver lagst inn á spítalann vegna veikinnar. Einn hafi lagst inn í gær en enginn þeirra sem séu á gjörgæslu komi af hjartadeildinni. Meira en helmingur utan sóttkvíar við greiningu Fimm greindust smitaðir á landamærunum í gær, fjórir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum. Förutíu og einn var í sóttkví við greiningu en fimmtíu og fimm utan sóttkvíar. Þá greindust 88 í einkennasýnatöku og átta í sóttkvíar- og handahófsskimun. 1750 eru nú í sóttkví og 840 í einangrun, samkvæmt covid.is. Hvorki er búið að uppfæra á vefnum hve margir eru á sjúkrahúsi né hve margir voru bólusettir við greiningu. Fréttin var uppfærð með uppfærðum tölum á covid.is klukkan 13:00
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira