Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2021 14:04 Byltan var myndarleg. Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. Mbl.is birti í gær myndskeið sem vakið hefur töluverða athygli. Það er tekið úr fjarlægð þar sem sjá má Bombardier Global 5000 einkaþotu undirbúa flugtak á Reykjavíkurflugvelli, ekki vildi svo betur til en að vegfarandi sem þar var staddur til að fylgjast með flugtakinu fauk út á Suðurgötuna þegar flugmenn vélarinnar gáfu hreyflunum afl. Sá sér leik á borði Þessi vegfarandi er Benedikt Sveinsson, sem sjálfur birti myndskeið af byltunni, á Facebook-síðu hans. Myndskeiðið og byltuna, sem sjá má hér að neðan, náði Benedikt á myndband er hann ætlaði að ná einstöku myndbandi af flugtaki vélarinnar. „Ég er flugáhugamaður. Ég sá að þarna var hliðarvindur og stór þota að fara í loftið, mig langaði til að ná flottri eftirmynd af henni. Ég hef tekið svona myndir áður en alltaf verið til hliðar,“ segir hann í samtali við Vísi. Sá hann sér því leik á borði með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég ákvað í einhverri rælni að fara beint fyrir aftan hana. Ég var alltaf að passa mig að fá ekki eitthvað grjót í mig þannig að ég hélt ekki í girðinguna. Ég átti aldrei von á því að ég myndi bara fjúka. Kannski detta en ekki fara út á götu,“ segir Benedikt sem telur að hann hafi fokið einhverja fjóra metra, inn á miðja Suðurgötuna. Varð ekki meint af Honum varð ekki meint af byltunni og birti hann myndskeiðið á Facebook að eigin sögn, mest í gríni. Eftir á að hyggja hafi hann þó farið að velta því fyrir sér hversu gáfulegt það væri að vegfarendur um Suðurgötuna ættu það á hættu að fá á sig svo öflugt loftstreymi frá flugvélum með mögulegum slæmum afleiðingum. „Fólk er ekkert að pæla í þessum flugvélum, þær eru að fara þarna í loftið oft og mörgum sinnum. Ég stoppaði vissulega af því að þetta var stór einkaþota en það eru stórar vélar að fara þarna í loftið alveg fram og til baka,“ segir Benedikt. Stöðugur straumur einkaflugvéla hefur verið gegnum Reykjavíkurflugvöll upp á síðkastið, og eru þeir bæði fleiri og stærri en áður. Nokkur umræða hefur skapast um málið, þar á meðal á Twitter-síðu Gísla Marteins Baldurssonar fjölmiðlamanns, sem hefur ekki legið á skoðunum sínum um að Reykjavíkurflugvöllur eigi ekki heima í Vatnsmýrinni. „Náttúrulega fullkomlega eðlilegt að venjulegum fótgangandi borgurum á gangstéttum sé feykt um koll af einkaþotum milljarðamæringa á flugvelli sem tekur burt byggingarland fyrir 30 þúsund manns,“ skrifar Gísli Marteinn á Twitter þar sem hann bendir á að fjöldi fólks noti þessa gangstétt. Eins og ljósmyndarinn sem fauk bendir sjálfur á þá er hann ca 100 kg og fauk út á Suðurgötuna og hann spyr: Hvað ef þetta hefði verið krakki á hjóli? Og hvað ef bíll hefði verið að koma aðvífandi? Þetta er gangstétt sem fjöldi fólks notar. Burt með þennan flugvöll. pic.twitter.com/PUcMx09Poa— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) October 26, 2021 Sjálfur vekur Benedikt athygli á því að það þurfi alla jafna þó nokkurn kraft til þess að hagga sér, og spyr hvað hefði gerst ef barn hefði verið á leið hjá þegar flugvélin tók af stað. Benedikt býr í Skerjafirðinum og á hann og fjölskylda hans oft leið framhjá flugbrautarendanum. „Ef að stelpan mín væri að hjóla þarna framhjá, 40 kíló, hún myndi fara beint út á götu fyrir bíl.“ Vísir hefur lagt inn fyrirspurn til Isavia, sem rekur Reykjavíkurflugvöll, vegna málsins og spurt um ráðstafanir til að tryggja öryggi vegfarenda við enda flugbrautarinnar. Fréttir af flugi Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Þotuliðið sýnir Íslandsferðum áhuga Í sölukerfum Bláa lónsins má sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga, að sögn forstjórans. 29. maí 2020 11:30 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Mbl.is birti í gær myndskeið sem vakið hefur töluverða athygli. Það er tekið úr fjarlægð þar sem sjá má Bombardier Global 5000 einkaþotu undirbúa flugtak á Reykjavíkurflugvelli, ekki vildi svo betur til en að vegfarandi sem þar var staddur til að fylgjast með flugtakinu fauk út á Suðurgötuna þegar flugmenn vélarinnar gáfu hreyflunum afl. Sá sér leik á borði Þessi vegfarandi er Benedikt Sveinsson, sem sjálfur birti myndskeið af byltunni, á Facebook-síðu hans. Myndskeiðið og byltuna, sem sjá má hér að neðan, náði Benedikt á myndband er hann ætlaði að ná einstöku myndbandi af flugtaki vélarinnar. „Ég er flugáhugamaður. Ég sá að þarna var hliðarvindur og stór þota að fara í loftið, mig langaði til að ná flottri eftirmynd af henni. Ég hef tekið svona myndir áður en alltaf verið til hliðar,“ segir hann í samtali við Vísi. Sá hann sér því leik á borði með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég ákvað í einhverri rælni að fara beint fyrir aftan hana. Ég var alltaf að passa mig að fá ekki eitthvað grjót í mig þannig að ég hélt ekki í girðinguna. Ég átti aldrei von á því að ég myndi bara fjúka. Kannski detta en ekki fara út á götu,“ segir Benedikt sem telur að hann hafi fokið einhverja fjóra metra, inn á miðja Suðurgötuna. Varð ekki meint af Honum varð ekki meint af byltunni og birti hann myndskeiðið á Facebook að eigin sögn, mest í gríni. Eftir á að hyggja hafi hann þó farið að velta því fyrir sér hversu gáfulegt það væri að vegfarendur um Suðurgötuna ættu það á hættu að fá á sig svo öflugt loftstreymi frá flugvélum með mögulegum slæmum afleiðingum. „Fólk er ekkert að pæla í þessum flugvélum, þær eru að fara þarna í loftið oft og mörgum sinnum. Ég stoppaði vissulega af því að þetta var stór einkaþota en það eru stórar vélar að fara þarna í loftið alveg fram og til baka,“ segir Benedikt. Stöðugur straumur einkaflugvéla hefur verið gegnum Reykjavíkurflugvöll upp á síðkastið, og eru þeir bæði fleiri og stærri en áður. Nokkur umræða hefur skapast um málið, þar á meðal á Twitter-síðu Gísla Marteins Baldurssonar fjölmiðlamanns, sem hefur ekki legið á skoðunum sínum um að Reykjavíkurflugvöllur eigi ekki heima í Vatnsmýrinni. „Náttúrulega fullkomlega eðlilegt að venjulegum fótgangandi borgurum á gangstéttum sé feykt um koll af einkaþotum milljarðamæringa á flugvelli sem tekur burt byggingarland fyrir 30 þúsund manns,“ skrifar Gísli Marteinn á Twitter þar sem hann bendir á að fjöldi fólks noti þessa gangstétt. Eins og ljósmyndarinn sem fauk bendir sjálfur á þá er hann ca 100 kg og fauk út á Suðurgötuna og hann spyr: Hvað ef þetta hefði verið krakki á hjóli? Og hvað ef bíll hefði verið að koma aðvífandi? Þetta er gangstétt sem fjöldi fólks notar. Burt með þennan flugvöll. pic.twitter.com/PUcMx09Poa— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) October 26, 2021 Sjálfur vekur Benedikt athygli á því að það þurfi alla jafna þó nokkurn kraft til þess að hagga sér, og spyr hvað hefði gerst ef barn hefði verið á leið hjá þegar flugvélin tók af stað. Benedikt býr í Skerjafirðinum og á hann og fjölskylda hans oft leið framhjá flugbrautarendanum. „Ef að stelpan mín væri að hjóla þarna framhjá, 40 kíló, hún myndi fara beint út á götu fyrir bíl.“ Vísir hefur lagt inn fyrirspurn til Isavia, sem rekur Reykjavíkurflugvöll, vegna málsins og spurt um ráðstafanir til að tryggja öryggi vegfarenda við enda flugbrautarinnar.
Fréttir af flugi Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Þotuliðið sýnir Íslandsferðum áhuga Í sölukerfum Bláa lónsins má sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga, að sögn forstjórans. 29. maí 2020 11:30 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00
Þotuliðið sýnir Íslandsferðum áhuga Í sölukerfum Bláa lónsins má sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga, að sögn forstjórans. 29. maí 2020 11:30
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00