Gísli Marteinn: Reykjavíkurflugvöllur gamaldags sósíalísk byggðastefna 28. október 2014 23:39 Gísli Marteinn Baldursson. vísir/vilhelm „Það er ótrúlegt að sjálfstæðismenn, sem sumir segjast vera frjálshyggjufólk, standi vörð um flugvöll í Vatnsmýri. Flugvöllurinn er eins augljóst gamaldags, sósíalískt byggðarstefnumál og hugsast getur,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Facebook í dag. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýri er enn óráðin og deilur um staðsetningu hans hafa staðið yfir í töluverðan tíma. Skoðanir á flugvellinum eru margar eins og þær eru misjafnar en af skrifum Gísla má ráða að honum hugnist staðsetning hans ekki. Sjálfstæðismenn vilja flestir flugvöllinn áfram í Vatnsmýri, eða um 90 prósent þeirra samkvæmt könnun MMR. Gísli sparar því ekki stóru orðin og hægt er að orða það sem svo að hann bókstaflega „hjóli“ í fyrrverandi samstarfsfélaga sína hjá Sjálfstæðisflokknum. „Sama fólk og styður sameiningar heilbrigðisstofnanna úti á landi í nafni hagræðingar hafnar því að sameina Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkurflugvöll, jafnvel þótt samgöngur milli Rvk og KEF séu margfalt betri en á landsbyggðinni. Sameining flugvallanna myndi þó spara miklar fjárhæðir og leysa úr læðingi besta og eftirsóttasta byggingasvæði landsins, vera lyftistöng fyrir háskólasamfélag á Íslandi og gera Reykjavík að betri borg,“ bætir Gísli við. Gísli Marteinn ákvað að hætta afskiptum af pólitík og láta af störfum sem borgarfulltrúi á síðasta ári. Sagði hann ýmsar ástæður liggja þar að baki, meðal annars stöðugar illdeilur sem var í kjölfarið til þess að hann dró sig í hlé. Færslu Gísla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Innlegg frá Gisli Marteinn Baldursson. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Það er ótrúlegt að sjálfstæðismenn, sem sumir segjast vera frjálshyggjufólk, standi vörð um flugvöll í Vatnsmýri. Flugvöllurinn er eins augljóst gamaldags, sósíalískt byggðarstefnumál og hugsast getur,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Facebook í dag. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýri er enn óráðin og deilur um staðsetningu hans hafa staðið yfir í töluverðan tíma. Skoðanir á flugvellinum eru margar eins og þær eru misjafnar en af skrifum Gísla má ráða að honum hugnist staðsetning hans ekki. Sjálfstæðismenn vilja flestir flugvöllinn áfram í Vatnsmýri, eða um 90 prósent þeirra samkvæmt könnun MMR. Gísli sparar því ekki stóru orðin og hægt er að orða það sem svo að hann bókstaflega „hjóli“ í fyrrverandi samstarfsfélaga sína hjá Sjálfstæðisflokknum. „Sama fólk og styður sameiningar heilbrigðisstofnanna úti á landi í nafni hagræðingar hafnar því að sameina Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkurflugvöll, jafnvel þótt samgöngur milli Rvk og KEF séu margfalt betri en á landsbyggðinni. Sameining flugvallanna myndi þó spara miklar fjárhæðir og leysa úr læðingi besta og eftirsóttasta byggingasvæði landsins, vera lyftistöng fyrir háskólasamfélag á Íslandi og gera Reykjavík að betri borg,“ bætir Gísli við. Gísli Marteinn ákvað að hætta afskiptum af pólitík og láta af störfum sem borgarfulltrúi á síðasta ári. Sagði hann ýmsar ástæður liggja þar að baki, meðal annars stöðugar illdeilur sem var í kjölfarið til þess að hann dró sig í hlé. Færslu Gísla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Innlegg frá Gisli Marteinn Baldursson.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira