„Lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2021 10:37 Sigmundur Ernir hefur sannarlega gengið í gegnum margt á sinni lífsleið. Sigmundur Ernir Rúnarsson er Akureyringur, sex barna faðir, blaðamaður, ljóðskáld, fyrrum alþingismaður og margt fleira. Í dag er hann ritstjóri Fréttablaðsins. Hann hefur skrifað 25 bækur, ætlaði alltaf að verða kennari og elskar gamaldags orð eins og hundslappadrífa. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Sigmund á heimili hans og ræddu þeir saman yfir morgunbollanum. „Ég vakna oftast klukkutíma of snemma til þess að fara þægilega inn í daginn,“ segir Sigmundur Ernir og heldur áfram. „Mér finnst morgnarnir svo æðislegir. Ef ég mæti klukkan níu í vinnuna, eins og maður á að gera þá finnst mér ég allan daginn vera klukkutíma of seinn.“ Sigmundur Ernir er rithöfundur eins og áður segir og nýtir lausa tímann töluvert við skrift. Tvær ævisögur á leiðinni „Ég er að skrifa tvær ævisögur, ein er í raun tilbúin. Þetta er smá leyndó, en þetta er karl og kona. Ég elska að skrifa um íslenskt alþýðufólk sem hefur lifað ótrúlega skrýtna og viðburðaríka merkilega ævi.“ Sigmundur segist hafa lært það í blaðamennskunni að það hafi allir sögu til að segja. „Við erum búin til úr mistökum og mótvindi og það er það sem sníðir vankantana af okkur og það er það sem mótar okkur helst. Þetta er svo áhugavert, hvernig fólk tekst á við mótlætið og mistökin og þennan almenna breyskleika sem býr í hverjum manni. Þetta eru sögurnar. Þetta segi ég við allt ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, gerðu ráð fyrir mistökum, gerðu ráð fyrir mótvindi og ekki gera ráð fyrir að lífið sé dans á rósum.“ Sigmundur hefur gefið út nokkrar bækur sem hafa fengið góða dóma. „Ég er stoltastur af bókinni sem ég skrifaði um dóttur mína, frumburðinn, sem lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér. Fjöl fötluð og blessuð sé minning hennar, dó úr sínum sjúkdómi. Sú bók vakti mjög mikla athygli og er sú bók sem hefur selst hvað mest, í yfir fimmtán þúsund eintökum. Hún kom út árið 2004 og er ennþá að seljast. Sem segir sína sögu.“ Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Hann hefur skrifað 25 bækur, ætlaði alltaf að verða kennari og elskar gamaldags orð eins og hundslappadrífa. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Sigmund á heimili hans og ræddu þeir saman yfir morgunbollanum. „Ég vakna oftast klukkutíma of snemma til þess að fara þægilega inn í daginn,“ segir Sigmundur Ernir og heldur áfram. „Mér finnst morgnarnir svo æðislegir. Ef ég mæti klukkan níu í vinnuna, eins og maður á að gera þá finnst mér ég allan daginn vera klukkutíma of seinn.“ Sigmundur Ernir er rithöfundur eins og áður segir og nýtir lausa tímann töluvert við skrift. Tvær ævisögur á leiðinni „Ég er að skrifa tvær ævisögur, ein er í raun tilbúin. Þetta er smá leyndó, en þetta er karl og kona. Ég elska að skrifa um íslenskt alþýðufólk sem hefur lifað ótrúlega skrýtna og viðburðaríka merkilega ævi.“ Sigmundur segist hafa lært það í blaðamennskunni að það hafi allir sögu til að segja. „Við erum búin til úr mistökum og mótvindi og það er það sem sníðir vankantana af okkur og það er það sem mótar okkur helst. Þetta er svo áhugavert, hvernig fólk tekst á við mótlætið og mistökin og þennan almenna breyskleika sem býr í hverjum manni. Þetta eru sögurnar. Þetta segi ég við allt ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, gerðu ráð fyrir mistökum, gerðu ráð fyrir mótvindi og ekki gera ráð fyrir að lífið sé dans á rósum.“ Sigmundur hefur gefið út nokkrar bækur sem hafa fengið góða dóma. „Ég er stoltastur af bókinni sem ég skrifaði um dóttur mína, frumburðinn, sem lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér. Fjöl fötluð og blessuð sé minning hennar, dó úr sínum sjúkdómi. Sú bók vakti mjög mikla athygli og er sú bók sem hefur selst hvað mest, í yfir fimmtán þúsund eintökum. Hún kom út árið 2004 og er ennþá að seljast. Sem segir sína sögu.“
Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira