„Lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2021 10:37 Sigmundur Ernir hefur sannarlega gengið í gegnum margt á sinni lífsleið. Sigmundur Ernir Rúnarsson er Akureyringur, sex barna faðir, blaðamaður, ljóðskáld, fyrrum alþingismaður og margt fleira. Í dag er hann ritstjóri Fréttablaðsins. Hann hefur skrifað 25 bækur, ætlaði alltaf að verða kennari og elskar gamaldags orð eins og hundslappadrífa. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Sigmund á heimili hans og ræddu þeir saman yfir morgunbollanum. „Ég vakna oftast klukkutíma of snemma til þess að fara þægilega inn í daginn,“ segir Sigmundur Ernir og heldur áfram. „Mér finnst morgnarnir svo æðislegir. Ef ég mæti klukkan níu í vinnuna, eins og maður á að gera þá finnst mér ég allan daginn vera klukkutíma of seinn.“ Sigmundur Ernir er rithöfundur eins og áður segir og nýtir lausa tímann töluvert við skrift. Tvær ævisögur á leiðinni „Ég er að skrifa tvær ævisögur, ein er í raun tilbúin. Þetta er smá leyndó, en þetta er karl og kona. Ég elska að skrifa um íslenskt alþýðufólk sem hefur lifað ótrúlega skrýtna og viðburðaríka merkilega ævi.“ Sigmundur segist hafa lært það í blaðamennskunni að það hafi allir sögu til að segja. „Við erum búin til úr mistökum og mótvindi og það er það sem sníðir vankantana af okkur og það er það sem mótar okkur helst. Þetta er svo áhugavert, hvernig fólk tekst á við mótlætið og mistökin og þennan almenna breyskleika sem býr í hverjum manni. Þetta eru sögurnar. Þetta segi ég við allt ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, gerðu ráð fyrir mistökum, gerðu ráð fyrir mótvindi og ekki gera ráð fyrir að lífið sé dans á rósum.“ Sigmundur hefur gefið út nokkrar bækur sem hafa fengið góða dóma. „Ég er stoltastur af bókinni sem ég skrifaði um dóttur mína, frumburðinn, sem lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér. Fjöl fötluð og blessuð sé minning hennar, dó úr sínum sjúkdómi. Sú bók vakti mjög mikla athygli og er sú bók sem hefur selst hvað mest, í yfir fimmtán þúsund eintökum. Hún kom út árið 2004 og er ennþá að seljast. Sem segir sína sögu.“ Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Hann hefur skrifað 25 bækur, ætlaði alltaf að verða kennari og elskar gamaldags orð eins og hundslappadrífa. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Sigmund á heimili hans og ræddu þeir saman yfir morgunbollanum. „Ég vakna oftast klukkutíma of snemma til þess að fara þægilega inn í daginn,“ segir Sigmundur Ernir og heldur áfram. „Mér finnst morgnarnir svo æðislegir. Ef ég mæti klukkan níu í vinnuna, eins og maður á að gera þá finnst mér ég allan daginn vera klukkutíma of seinn.“ Sigmundur Ernir er rithöfundur eins og áður segir og nýtir lausa tímann töluvert við skrift. Tvær ævisögur á leiðinni „Ég er að skrifa tvær ævisögur, ein er í raun tilbúin. Þetta er smá leyndó, en þetta er karl og kona. Ég elska að skrifa um íslenskt alþýðufólk sem hefur lifað ótrúlega skrýtna og viðburðaríka merkilega ævi.“ Sigmundur segist hafa lært það í blaðamennskunni að það hafi allir sögu til að segja. „Við erum búin til úr mistökum og mótvindi og það er það sem sníðir vankantana af okkur og það er það sem mótar okkur helst. Þetta er svo áhugavert, hvernig fólk tekst á við mótlætið og mistökin og þennan almenna breyskleika sem býr í hverjum manni. Þetta eru sögurnar. Þetta segi ég við allt ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, gerðu ráð fyrir mistökum, gerðu ráð fyrir mótvindi og ekki gera ráð fyrir að lífið sé dans á rósum.“ Sigmundur hefur gefið út nokkrar bækur sem hafa fengið góða dóma. „Ég er stoltastur af bókinni sem ég skrifaði um dóttur mína, frumburðinn, sem lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér. Fjöl fötluð og blessuð sé minning hennar, dó úr sínum sjúkdómi. Sú bók vakti mjög mikla athygli og er sú bók sem hefur selst hvað mest, í yfir fimmtán þúsund eintökum. Hún kom út árið 2004 og er ennþá að seljast. Sem segir sína sögu.“
Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira