Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 11:11 Margir hafa lagt leið sína að vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad, suður af miðborg Stokkhólms, til að minnast Einár. AP Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. Þetta kemur fram í frétt Expressen, en morðið hefur leitt til mikillar umræðu í Svíþjóð um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Hefur innanríkisráðherrann Mikael Damberg til að mynda sagt texta margra rappara varpa dýrðarljóma á glæpasamtök í landinu. Svo virðist sem að um hreina aftöku hafi verið að ræða, en lögregla hafði áður fært rapparanum skothelt vesti til að klæðast vegna hótana sem honum hafði borist. Einár klæddist hins vegar ekki slíku vesti kvöldið sem hann var myrtur. Hinn nítján ára Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans.EPA Tveir rapparar í fylgd með Einár Sænskir fjölmiðlar segja að tveir vopnaðir menn hafi hlaupið um tuttugu metra á eftir Einár áður en skotunum var hleypt af. Morðingjarnir hafi ekki skipt sér af þeim tveimur mönnum sem voru í fylgd með rapparanum og einblínt á Einár. Aftonbladet greinir ennfremur frá því að skotið hafi verið á mennina tvo sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður en Einár var ráðinn bani. Þetta eigi að hafa gerst í upptökustúdíói í iðnaðarhverfi í Sätra, úthverfi Stokkhólms á miðvikudagskvöldinu. Enginn særðist í þeirri árás, en skothylki fundist á staðnum. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Einár hafi varið síðustu dögum með mönnunum tveimur og benda færslur á samfélagsmiðlum til þess að þeir hafi verið að vinna saman að tónlist. Annar mannanna tveggja hefur ekkert viljað tjá sig í samskiptum við lögreglu eftir morðið. Blaðið segir ennfremur að mennirnir tveir séu með tengsl við glæpasamtök í Järva, norður af Stokkhólmi, og hafi þeir áður hlotið dóma fyrir gróf afbrot. Grunur um leigumorð Heimildarmenn Expressen innan lögreglunnar segja allt benda til að um leigumorð hafi verið að ræða. Morð sem þessi séu tíð í undirheimum Svíþjóðar þar sem ungir menn eru fengnir til að fremja morð í þeirri von að klífa metorðastigann innan glæpasamtaka. „Það er alveg klárt að það er einhver ofar í keðjunni sem hefur pantað þetta morð,“ segir heimildarmaður blaðsins. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðsins á Einár, eða þá skotárásinni í Sätra, kvöldið fyrir morðið. DN segir frá því að enn sem komið er hafa rúmlega hundrað manns verið yfirheyrðir í tenglum við rannsókn málsins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi. Svíþjóð Tengdar fréttir Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Expressen, en morðið hefur leitt til mikillar umræðu í Svíþjóð um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Hefur innanríkisráðherrann Mikael Damberg til að mynda sagt texta margra rappara varpa dýrðarljóma á glæpasamtök í landinu. Svo virðist sem að um hreina aftöku hafi verið að ræða, en lögregla hafði áður fært rapparanum skothelt vesti til að klæðast vegna hótana sem honum hafði borist. Einár klæddist hins vegar ekki slíku vesti kvöldið sem hann var myrtur. Hinn nítján ára Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans.EPA Tveir rapparar í fylgd með Einár Sænskir fjölmiðlar segja að tveir vopnaðir menn hafi hlaupið um tuttugu metra á eftir Einár áður en skotunum var hleypt af. Morðingjarnir hafi ekki skipt sér af þeim tveimur mönnum sem voru í fylgd með rapparanum og einblínt á Einár. Aftonbladet greinir ennfremur frá því að skotið hafi verið á mennina tvo sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður en Einár var ráðinn bani. Þetta eigi að hafa gerst í upptökustúdíói í iðnaðarhverfi í Sätra, úthverfi Stokkhólms á miðvikudagskvöldinu. Enginn særðist í þeirri árás, en skothylki fundist á staðnum. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Einár hafi varið síðustu dögum með mönnunum tveimur og benda færslur á samfélagsmiðlum til þess að þeir hafi verið að vinna saman að tónlist. Annar mannanna tveggja hefur ekkert viljað tjá sig í samskiptum við lögreglu eftir morðið. Blaðið segir ennfremur að mennirnir tveir séu með tengsl við glæpasamtök í Järva, norður af Stokkhólmi, og hafi þeir áður hlotið dóma fyrir gróf afbrot. Grunur um leigumorð Heimildarmenn Expressen innan lögreglunnar segja allt benda til að um leigumorð hafi verið að ræða. Morð sem þessi séu tíð í undirheimum Svíþjóðar þar sem ungir menn eru fengnir til að fremja morð í þeirri von að klífa metorðastigann innan glæpasamtaka. „Það er alveg klárt að það er einhver ofar í keðjunni sem hefur pantað þetta morð,“ segir heimildarmaður blaðsins. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðsins á Einár, eða þá skotárásinni í Sätra, kvöldið fyrir morðið. DN segir frá því að enn sem komið er hafa rúmlega hundrað manns verið yfirheyrðir í tenglum við rannsókn málsins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi.
Svíþjóð Tengdar fréttir Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Sjá meira
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07