Fjórir sjúklingar á Landspítala greinst með Covid-19 í dag Eiður Þór Árnason skrifar 25. október 2021 21:14 Deildin er á Landspítalanum við Hringbraut. vísir/vilhelm Fjórir sjúklingar á Landspítalanum hafa greinst með Covid-19 í dag. Allir þeirra eru inniliggjandi á hjarta-, lungna- og augnskurðdeildinni 12G. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en rakning og skimun stendur nú yfir meðal sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig smitið barst inn á deildina en hún er nú lokuð fyrir innlögnum og heimsóknum. Mörg tilfelli Covid-19 hafa greinst í samfélaginu seinustu daga en um nýliðna helgi greindist 21 einstaklingur með tengsl við Landspítalann. Í kjölfarið var ráðist í rakningu og fólk sent í einangrun eða sóttkví eftir atvikum. Á Landspítalanum eru áfram í gildi reglur um grímuskyldu, fjarlægðartakmörk og persónulegar sóttvarnir. Aðstandendur sjúklinga eru beðnir um að koma ekki á spítalann sýni þeir einkenni Covid-19 og virða grímuskyldu. Telur blikur vera á lofti Fram kom í morgun að alls 214 hafi greinst innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að blikur væru á lofti í þróun faraldursins. Víðir Reynisson segir mikilvægt að fylgst sé náið með stöðunni.Vísir/Vilhelm „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér,“ sagði Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenski erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en rakning og skimun stendur nú yfir meðal sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig smitið barst inn á deildina en hún er nú lokuð fyrir innlögnum og heimsóknum. Mörg tilfelli Covid-19 hafa greinst í samfélaginu seinustu daga en um nýliðna helgi greindist 21 einstaklingur með tengsl við Landspítalann. Í kjölfarið var ráðist í rakningu og fólk sent í einangrun eða sóttkví eftir atvikum. Á Landspítalanum eru áfram í gildi reglur um grímuskyldu, fjarlægðartakmörk og persónulegar sóttvarnir. Aðstandendur sjúklinga eru beðnir um að koma ekki á spítalann sýni þeir einkenni Covid-19 og virða grímuskyldu. Telur blikur vera á lofti Fram kom í morgun að alls 214 hafi greinst innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að blikur væru á lofti í þróun faraldursins. Víðir Reynisson segir mikilvægt að fylgst sé náið með stöðunni.Vísir/Vilhelm „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér,“ sagði Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenski erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53
Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17
214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22