Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 25. október 2021 18:53 Víðir Reynisson sést hér á einum af fjölmörgum upplýsingafundum Landlæknis og almannavarna vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. Sem stendur gilda sömu einangrunarreglur fyrir alla. Einangrun einstaklings sem greinst hefur með Covid-19 má aflétta þegar fjórtán dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í sjö daga. Í sérstökum tilvikum má læknir þó aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið með engin eða væg einkenni frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæðu prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í a.m.k. 3 daga,“ eins og segir á vef Landlæknis og almannavarna. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að verið væri að vinna að lokatillögum um styttingu einangrunar hjá bólusettum einstaklingum. „Svo er líka stórt mál í þessu að við erum búin að vera að skoða sóttkvína og möguleikann á að stytta hana úr sjö dögum og jafnvel niður í fimm daga í ákveðnum tilfellum,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði hann að mögulegt væri að einangrun yrði stytt úr tíu dögum niður í sjö. Nú væri það sérfræðinganna að fara yfir það. Landspítalinn býr sig undir bylgjuna Síðastliðna þrjá daga hafa samtals 214 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Víðir telur augljóst að blikur séu á lofti í þróun faraldursins. „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.“ Stjórnvöld hvetja áfram til bólusetningar Stjórnvöld hafa gefið það út að yfir 34 þúsund einstaklingar yfir 12 ára aldri hafi ekki þegið bólusetningu við kórónuveirunni. „Til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið er mikilvægt að þeir sem ekki hafa þegar verið bólusettir þiggi slíkt boð. Þá skiptir einnig miklu máli að fólk þiggi örvunarbólusetningu sem stendur hún til boða samkvæmt ráðleggingum sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Sem stendur gilda sömu einangrunarreglur fyrir alla. Einangrun einstaklings sem greinst hefur með Covid-19 má aflétta þegar fjórtán dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í sjö daga. Í sérstökum tilvikum má læknir þó aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið með engin eða væg einkenni frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæðu prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í a.m.k. 3 daga,“ eins og segir á vef Landlæknis og almannavarna. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að verið væri að vinna að lokatillögum um styttingu einangrunar hjá bólusettum einstaklingum. „Svo er líka stórt mál í þessu að við erum búin að vera að skoða sóttkvína og möguleikann á að stytta hana úr sjö dögum og jafnvel niður í fimm daga í ákveðnum tilfellum,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði hann að mögulegt væri að einangrun yrði stytt úr tíu dögum niður í sjö. Nú væri það sérfræðinganna að fara yfir það. Landspítalinn býr sig undir bylgjuna Síðastliðna þrjá daga hafa samtals 214 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Víðir telur augljóst að blikur séu á lofti í þróun faraldursins. „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.“ Stjórnvöld hvetja áfram til bólusetningar Stjórnvöld hafa gefið það út að yfir 34 þúsund einstaklingar yfir 12 ára aldri hafi ekki þegið bólusetningu við kórónuveirunni. „Til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið er mikilvægt að þeir sem ekki hafa þegar verið bólusettir þiggi slíkt boð. Þá skiptir einnig miklu máli að fólk þiggi örvunarbólusetningu sem stendur hún til boða samkvæmt ráðleggingum sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent