Vill borga óbólusettum löggum fyrir að flytja til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 16:49 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur barist harkalega gegn margskonar aðgerðum gegn Covid-19. Hann hefur meðal annars meinað forsvarsmönnum skóla í ríkinu að setja á skyldugrímu. AP/Marta Lavandier Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að greiða óbólusettum lögregluþjónum fimm þúsund dali fyrir að flytja til ríkisins og starfa þar. Hann segir vöntun á lögreglunum og segir að betur verði komið fram við þá en annars staðar þar sem lögregluþjónum er gert að fara í bólusetningu við Covid-19. Í viðtali á Fox News í gær sagði DeSantis að enginn ætti að missa starf sitt vegna bólusetningarskyldu. Hvatti hann lögregluþjóna sem teldu illa komið fram við sig til að flytja til Flórída og hefja störf þar. Fyrir það fengju þeir fimm þúsund dali. Þrátt fyrir að bandarískir lögregluþjónar hafi verið meðal þeirra fyrstu í heiminum sem fengu aðgang að bóluefni gegn Covid-19 eru marir þeirra enn óbólusettir. Samhliða bólusetningarskilyrðum í borgum og ríkjum víða í um Bandaríkin hafa óbólusettir lögregluþjónar deilt við stjórnmála- og embættismenn. Það er þrátt fyrir að Covid-19 hefur leitt til dauða fjölmargra lögregluþjóna í Bandaríkjunum að undanförnu. Í síðustu viku sögðu CBS News frá því að minnst 716 starfandi lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 frá mars 2020 og byggði það á tölum frá samtökum lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Á tímabilinu hefði fleiri lögregluþjónar dáið vegna Covid-19 en vegna nokkurs annars. Washington Post segir að 182 lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 í fyrra og minnst 133 á þessu ári. Það er byggt á tölum frá öðrum samtökum lögregluþjóna. New York Times vitnaði í enn ein samtökin fyrr í mánuðinum og sagði rúmlega 460 lögreglujóna hafa dáið eftir að hafa smitast af Covid-19 við störf. Það séu fjórfalt fleiri lögregluþjónar en hafi verið skotnir til bana á tímabilinu Augljóst er að tölurnar eru á reiki og fer það að einhverju leyti eftir skilgreiningum. Einnig er þó augljóst að margir lögregluþjónar hafa dáið vegna Covid-19. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans hafa minnst 735.992 Bandaríkjamenn dáið vegna Covid-19. Minnst 45, 4 milljónir manna hafa smitast. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Í viðtali á Fox News í gær sagði DeSantis að enginn ætti að missa starf sitt vegna bólusetningarskyldu. Hvatti hann lögregluþjóna sem teldu illa komið fram við sig til að flytja til Flórída og hefja störf þar. Fyrir það fengju þeir fimm þúsund dali. Þrátt fyrir að bandarískir lögregluþjónar hafi verið meðal þeirra fyrstu í heiminum sem fengu aðgang að bóluefni gegn Covid-19 eru marir þeirra enn óbólusettir. Samhliða bólusetningarskilyrðum í borgum og ríkjum víða í um Bandaríkin hafa óbólusettir lögregluþjónar deilt við stjórnmála- og embættismenn. Það er þrátt fyrir að Covid-19 hefur leitt til dauða fjölmargra lögregluþjóna í Bandaríkjunum að undanförnu. Í síðustu viku sögðu CBS News frá því að minnst 716 starfandi lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 frá mars 2020 og byggði það á tölum frá samtökum lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Á tímabilinu hefði fleiri lögregluþjónar dáið vegna Covid-19 en vegna nokkurs annars. Washington Post segir að 182 lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 í fyrra og minnst 133 á þessu ári. Það er byggt á tölum frá öðrum samtökum lögregluþjóna. New York Times vitnaði í enn ein samtökin fyrr í mánuðinum og sagði rúmlega 460 lögreglujóna hafa dáið eftir að hafa smitast af Covid-19 við störf. Það séu fjórfalt fleiri lögregluþjónar en hafi verið skotnir til bana á tímabilinu Augljóst er að tölurnar eru á reiki og fer það að einhverju leyti eftir skilgreiningum. Einnig er þó augljóst að margir lögregluþjónar hafa dáið vegna Covid-19. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans hafa minnst 735.992 Bandaríkjamenn dáið vegna Covid-19. Minnst 45, 4 milljónir manna hafa smitast.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira