Vill borga óbólusettum löggum fyrir að flytja til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 16:49 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur barist harkalega gegn margskonar aðgerðum gegn Covid-19. Hann hefur meðal annars meinað forsvarsmönnum skóla í ríkinu að setja á skyldugrímu. AP/Marta Lavandier Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að greiða óbólusettum lögregluþjónum fimm þúsund dali fyrir að flytja til ríkisins og starfa þar. Hann segir vöntun á lögreglunum og segir að betur verði komið fram við þá en annars staðar þar sem lögregluþjónum er gert að fara í bólusetningu við Covid-19. Í viðtali á Fox News í gær sagði DeSantis að enginn ætti að missa starf sitt vegna bólusetningarskyldu. Hvatti hann lögregluþjóna sem teldu illa komið fram við sig til að flytja til Flórída og hefja störf þar. Fyrir það fengju þeir fimm þúsund dali. Þrátt fyrir að bandarískir lögregluþjónar hafi verið meðal þeirra fyrstu í heiminum sem fengu aðgang að bóluefni gegn Covid-19 eru marir þeirra enn óbólusettir. Samhliða bólusetningarskilyrðum í borgum og ríkjum víða í um Bandaríkin hafa óbólusettir lögregluþjónar deilt við stjórnmála- og embættismenn. Það er þrátt fyrir að Covid-19 hefur leitt til dauða fjölmargra lögregluþjóna í Bandaríkjunum að undanförnu. Í síðustu viku sögðu CBS News frá því að minnst 716 starfandi lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 frá mars 2020 og byggði það á tölum frá samtökum lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Á tímabilinu hefði fleiri lögregluþjónar dáið vegna Covid-19 en vegna nokkurs annars. Washington Post segir að 182 lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 í fyrra og minnst 133 á þessu ári. Það er byggt á tölum frá öðrum samtökum lögregluþjóna. New York Times vitnaði í enn ein samtökin fyrr í mánuðinum og sagði rúmlega 460 lögreglujóna hafa dáið eftir að hafa smitast af Covid-19 við störf. Það séu fjórfalt fleiri lögregluþjónar en hafi verið skotnir til bana á tímabilinu Augljóst er að tölurnar eru á reiki og fer það að einhverju leyti eftir skilgreiningum. Einnig er þó augljóst að margir lögregluþjónar hafa dáið vegna Covid-19. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans hafa minnst 735.992 Bandaríkjamenn dáið vegna Covid-19. Minnst 45, 4 milljónir manna hafa smitast. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Í viðtali á Fox News í gær sagði DeSantis að enginn ætti að missa starf sitt vegna bólusetningarskyldu. Hvatti hann lögregluþjóna sem teldu illa komið fram við sig til að flytja til Flórída og hefja störf þar. Fyrir það fengju þeir fimm þúsund dali. Þrátt fyrir að bandarískir lögregluþjónar hafi verið meðal þeirra fyrstu í heiminum sem fengu aðgang að bóluefni gegn Covid-19 eru marir þeirra enn óbólusettir. Samhliða bólusetningarskilyrðum í borgum og ríkjum víða í um Bandaríkin hafa óbólusettir lögregluþjónar deilt við stjórnmála- og embættismenn. Það er þrátt fyrir að Covid-19 hefur leitt til dauða fjölmargra lögregluþjóna í Bandaríkjunum að undanförnu. Í síðustu viku sögðu CBS News frá því að minnst 716 starfandi lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 frá mars 2020 og byggði það á tölum frá samtökum lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Á tímabilinu hefði fleiri lögregluþjónar dáið vegna Covid-19 en vegna nokkurs annars. Washington Post segir að 182 lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 í fyrra og minnst 133 á þessu ári. Það er byggt á tölum frá öðrum samtökum lögregluþjóna. New York Times vitnaði í enn ein samtökin fyrr í mánuðinum og sagði rúmlega 460 lögreglujóna hafa dáið eftir að hafa smitast af Covid-19 við störf. Það séu fjórfalt fleiri lögregluþjónar en hafi verið skotnir til bana á tímabilinu Augljóst er að tölurnar eru á reiki og fer það að einhverju leyti eftir skilgreiningum. Einnig er þó augljóst að margir lögregluþjónar hafa dáið vegna Covid-19. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans hafa minnst 735.992 Bandaríkjamenn dáið vegna Covid-19. Minnst 45, 4 milljónir manna hafa smitast.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira