Svava í franskri frystikistu: „Hann vildi strax ekkert með mig hafa“ Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2021 08:31 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni í leiknum gegn Tékklandi þar sem hún skoraði þriðja mark Íslands. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þetta. Ég er gjörsamlega í frystikistunni og tel mjög ólíklegt að ég fái eitthvað að spila,“ segir landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttur um leiðindastöðu sína hjá franska knattspyrnufélaginu Bordeaux. Svava skoraði eitt marka Íslands í 4-0 sigrinum gegn Tékklandi á föstudaginn, í undankeppni HM. Hún verður aftur á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Kýpur í seinni leik sínum í þessari törn. Eftir leikinn við Kýpur heldur Svava heim til Frakklands þar sem hún er hins vegar í hálfgerðri martraðarstöðu hjá liði sínu Bordeaux. Svava, sem verður 26 ára í næsta mánuði, kom til Bordeaux frá Kristianstad í Svíþjóð í ársbyrjun. Meiðsli settu strik í reikninginn í byrjun en eftir að Svava jafnaði sig „þá var bara allt ótrúlega flott, mér leið vel og spilaði í hverjum leik.“ „Gjörsamlega ekki inni í myndinni hjá þjálfaranum“ Allt breyttist hins vegar þegar franska félagið skipti um þjálfara í sumar. Spánverjinn Pedro Martínez Losa hætti til að taka við skoska landsliðinu og sextugur Frakki, Patrice Lair, tók við Bordeaux. Hverju sem um er að kenna virðist Lair ekki vilja nýta krafta íslenska sóknarmannsins: „Ég er gjörsamlega ekki inni í myndinni hjá þjálfaranum,“ segir Svava sem hefur bara spilað 23 mínútur í frönsku 1. deildinni í haust, allar í sama leiknum í september. Undanfarið hefur hún ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava Rós Guðmundsdóttir fagnar marki með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur en þær skoruðu báðar gegn Tékklandi.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Samt er það ekki þannig að Bordeaux gangi vel innan vallar. Liðið er í 7. sæti af tólf liðum í frönsku deildinni, eftir að hafa endað í 3. sæti í vor. „Alltaf ný og ný ástæða“ Svava er með samning við Bordeaux sem gildir fram í júní á næsta ári en hún fékk ekki að fara frá félaginu í sumar þó að þjálfarinn hefði þá þegar virst búinn að ákveða að hún myndi lítið spila fyrir liðið í vetur: „Það er alltaf ný og ný ástæða. Til að byrja með þá sagði hann að ég þyrfti að vera búin að vera að spila. Ég er alltaf búin að vera að spila með B-liðinu og skora þar 4-5 mörk í hverjum leik, en það skiptir engu máli fyrir hann. Ég talaði svo við hann og spurði hvað ég gæti gert, því ég vil alltaf bæta mig og ef það er eitthvað sérstakt sem hann vill að ég bæti þá legg ég mig fram um það og bæti mig í því. Hann sagði þá að það væri ekkert sem ég gæti gert til að breyta hans skoðun,“ segir Svava, augljóslega miður sín yfir stöðunni. Enskt félag vildi fá hana en þjálfarinn stöðvaði það Svava reyndi að leysa stöðuna áður en félagaskiptaglugginn lokaðist 1. september og umboðsmaður hennar fann áhugasamt félag í ensku úrvalsdeildinni. „Ég stend mig vel á æfingum, alla vega finnst mér og fleirum það, en það skiptir engu máli fyrir þjálfarann. Einu svörin sem ég fæ frá honum eru bara: „Já, þetta er erfitt“. Hann var búinn að móta sér sína skoðun á mér og vildi strax ekkert með mig hafa. Ég fór á fund með honum tveimur vikum eftir að hann kom og þá sagði hann bara: „Já, ég vildi eiginlega ekki hafa þig hérna. Ég ætla samt að gefa þér séns á að vera hérna fram í janúar.“ Ég fór bara og talaði við umboðsmanninn minn og við fundum lið í ensku úrvalsdeildinni sem ég gat farið að láni til. Ég fór svo á fund með þjálfaranum, um fjórum dögum áður en félagaskiptaglugginn lokaðist, en þá sagði hann bara að ég mætti ekkert fara. Ég var auðvitað ekki sátt en gat svo sem ekkert gert í þessu þar sem ég er samningsbundin,“ segir Svava. Svava Rós Guðmundsdóttir hefur spilað 27 A-landsleiki á ferlinum og hefur verið í hópnum í fyrstu leikjunum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi árið 2023.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Reynir eins og hún getur að komast í burtu í janúar Hún fékk reyndar að spila tvo af erfiðustu leikjum Bordeaux á leiktíðinni, í umspili við Wolfsburg um sæti í Meistaradeildinni, en Bordeaux rétt tapaði einvíginu í vítaspyrnukeppni. Þess á milli, og eftir leikina, fékk hún hins vegar ekki einu sinni sæti í leikmannahópnum: „Það auðvitað meikar ekki sens að ég geti mætt Wolfsburg en sé svo ekki í hóp í leik í frönsku deildinni.“ Svava fékk aftur fund með þjálfaranum þegar hann hafði tekið hana út úr leikmannahópnum í september. Þá vöru svörin eitthvað á þessa leið: „Já, þú getur farið ef þú vilt.“ Félagaskiptaglugginn hafði þá hins vegar lokast, eins og þjálfarinn vissi sjálfsagt fullvel, og opnast ekki að nýju fyrr en í janúar. „Ég ætla að reyna eins og ég get að komast frá félaginu í janúar en það væri alveg dæmigert ef ég fengi ekki leyfi til þess. Ég er eiginlega komin á þann stað að ég vil ekki pæla í þessu lengur. Það virðist ekki vera neitt sem ég get gert til að breyta þessu.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Franski boltinn Tengdar fréttir Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 „Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00 Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Svava skoraði eitt marka Íslands í 4-0 sigrinum gegn Tékklandi á föstudaginn, í undankeppni HM. Hún verður aftur á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Kýpur í seinni leik sínum í þessari törn. Eftir leikinn við Kýpur heldur Svava heim til Frakklands þar sem hún er hins vegar í hálfgerðri martraðarstöðu hjá liði sínu Bordeaux. Svava, sem verður 26 ára í næsta mánuði, kom til Bordeaux frá Kristianstad í Svíþjóð í ársbyrjun. Meiðsli settu strik í reikninginn í byrjun en eftir að Svava jafnaði sig „þá var bara allt ótrúlega flott, mér leið vel og spilaði í hverjum leik.“ „Gjörsamlega ekki inni í myndinni hjá þjálfaranum“ Allt breyttist hins vegar þegar franska félagið skipti um þjálfara í sumar. Spánverjinn Pedro Martínez Losa hætti til að taka við skoska landsliðinu og sextugur Frakki, Patrice Lair, tók við Bordeaux. Hverju sem um er að kenna virðist Lair ekki vilja nýta krafta íslenska sóknarmannsins: „Ég er gjörsamlega ekki inni í myndinni hjá þjálfaranum,“ segir Svava sem hefur bara spilað 23 mínútur í frönsku 1. deildinni í haust, allar í sama leiknum í september. Undanfarið hefur hún ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava Rós Guðmundsdóttir fagnar marki með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur en þær skoruðu báðar gegn Tékklandi.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Samt er það ekki þannig að Bordeaux gangi vel innan vallar. Liðið er í 7. sæti af tólf liðum í frönsku deildinni, eftir að hafa endað í 3. sæti í vor. „Alltaf ný og ný ástæða“ Svava er með samning við Bordeaux sem gildir fram í júní á næsta ári en hún fékk ekki að fara frá félaginu í sumar þó að þjálfarinn hefði þá þegar virst búinn að ákveða að hún myndi lítið spila fyrir liðið í vetur: „Það er alltaf ný og ný ástæða. Til að byrja með þá sagði hann að ég þyrfti að vera búin að vera að spila. Ég er alltaf búin að vera að spila með B-liðinu og skora þar 4-5 mörk í hverjum leik, en það skiptir engu máli fyrir hann. Ég talaði svo við hann og spurði hvað ég gæti gert, því ég vil alltaf bæta mig og ef það er eitthvað sérstakt sem hann vill að ég bæti þá legg ég mig fram um það og bæti mig í því. Hann sagði þá að það væri ekkert sem ég gæti gert til að breyta hans skoðun,“ segir Svava, augljóslega miður sín yfir stöðunni. Enskt félag vildi fá hana en þjálfarinn stöðvaði það Svava reyndi að leysa stöðuna áður en félagaskiptaglugginn lokaðist 1. september og umboðsmaður hennar fann áhugasamt félag í ensku úrvalsdeildinni. „Ég stend mig vel á æfingum, alla vega finnst mér og fleirum það, en það skiptir engu máli fyrir þjálfarann. Einu svörin sem ég fæ frá honum eru bara: „Já, þetta er erfitt“. Hann var búinn að móta sér sína skoðun á mér og vildi strax ekkert með mig hafa. Ég fór á fund með honum tveimur vikum eftir að hann kom og þá sagði hann bara: „Já, ég vildi eiginlega ekki hafa þig hérna. Ég ætla samt að gefa þér séns á að vera hérna fram í janúar.“ Ég fór bara og talaði við umboðsmanninn minn og við fundum lið í ensku úrvalsdeildinni sem ég gat farið að láni til. Ég fór svo á fund með þjálfaranum, um fjórum dögum áður en félagaskiptaglugginn lokaðist, en þá sagði hann bara að ég mætti ekkert fara. Ég var auðvitað ekki sátt en gat svo sem ekkert gert í þessu þar sem ég er samningsbundin,“ segir Svava. Svava Rós Guðmundsdóttir hefur spilað 27 A-landsleiki á ferlinum og hefur verið í hópnum í fyrstu leikjunum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi árið 2023.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Reynir eins og hún getur að komast í burtu í janúar Hún fékk reyndar að spila tvo af erfiðustu leikjum Bordeaux á leiktíðinni, í umspili við Wolfsburg um sæti í Meistaradeildinni, en Bordeaux rétt tapaði einvíginu í vítaspyrnukeppni. Þess á milli, og eftir leikina, fékk hún hins vegar ekki einu sinni sæti í leikmannahópnum: „Það auðvitað meikar ekki sens að ég geti mætt Wolfsburg en sé svo ekki í hóp í leik í frönsku deildinni.“ Svava fékk aftur fund með þjálfaranum þegar hann hafði tekið hana út úr leikmannahópnum í september. Þá vöru svörin eitthvað á þessa leið: „Já, þú getur farið ef þú vilt.“ Félagaskiptaglugginn hafði þá hins vegar lokast, eins og þjálfarinn vissi sjálfsagt fullvel, og opnast ekki að nýju fyrr en í janúar. „Ég ætla að reyna eins og ég get að komast frá félaginu í janúar en það væri alveg dæmigert ef ég fengi ekki leyfi til þess. Ég er eiginlega komin á þann stað að ég vil ekki pæla í þessu lengur. Það virðist ekki vera neitt sem ég get gert til að breyta þessu.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Franski boltinn Tengdar fréttir Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 „Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00 Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50
„Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00
Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti