Flestir létust úr æxli eða blóðrásarsjúkdómum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 10:34 Æxli og blóðrásarsjúkdómar drógu flesta til dauða á síðasta áratug. Blóðrásarsjúkdómar eða æxli voru algengustu dánarorsakir Íslendinga á síðasta áratug. Dánartíðni af þessum orsökum hefur þó dregist töluvert saman frá aldamótum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem hefur birt talnaefni um dánarmein þeirra sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát á árunum 2011 til 2020. Yfir tíu ára tímabil frá 2011 til 2020 dóu flestir á Íslandi úr blóðrásarsjúkdómum eða 6.946 landsmenn sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna, 32 prósent. Þar á eftir létust 6.170 úr æxlum eða 28,4 prósent látinna. Alls létust 2.286 úr sjúkdómum í taugakerfi, 10,5 prósent, og 1.840 úr sjúkdómum í öndunarfærum, eða 8,5 prósent. Fæstir dóu vegna ytri orsaka eða 1.433 sem svarar til 6,6 prósent af heildarfjölda látinna yfir tímabilið 2011–2020. Ytri orsakir eru til dæmis slys eða sjálfsvíg. Algengustu dánarmein eftir kyni tímabilu 2011-2020.Hagstofan Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að þegar rýnt sé í dánarmein hjá yngri aldurshópum kemur í ljós að dánarmein skiptast þar með öðrum hætti en þegar horft er til dánarmeina allra. Fram að 34 ára deyja til að mynda flestir úr ytri orsökum eða 55,2 prósent. Töluverður munur er á kynjunum á þessum aldri en 61 prósent karla deyja af ytri orsökum á móti 42 prósent kvenna. Sjúkdómar í taugakerfi jukust mest en dánartíðni vegna æxla og blóðrásarsjúkdóma fer lækkandi Heildarfjöldi dauðsfalla og hlutfall einstakra dánarorsaka er breytilegt eftir aldurssamsetningu mannfjöldans. Hagstofa Íslands notast við aldursstaðlaða dánartíðni, aldursstaðlað á hverja 100.000 íbúa af staðalþýði, til þess að auðvelda samanburð á dánartíðni, bæði yfir tíma og á milli landa. Á vef Hagstofunnar má sjá hvernig aldursstöðluð dánartíðni algengustu orsaka hefur þróast yfir tíma. Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum jukust mest á tímabilinu, fóru úr 46 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum árið 2001 í rúm 87 árið 2020 sem er aukning um 89 prósent. Dánartíðni vegna algengustu dánarorsaka 1996 til 2020.Hagstofan Aldursstöðluð dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi dróst hins vegar saman um 41 prósent, fór úr 422 í 248 af hverjum 100.000 íbúum, á tímabilinu 2001–2020. Sömu sögu er að segja af æxlum og öndunarfærasjúkdómum en þar var samdrátturinn 22 prósent og 21 prósent yfir sama tímabil. Covid-19 komið inn í tölurnar Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að teknir hafi verið í notkun tveir nýir dánarmeinakóðar á árinu 2020 en þeir tengjast báðir Covid-19, en faraldurinn hófst sem kunnugt er á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dóu 29 einstaklingar úr Covid-19 og einn einstaklingur vegna eftirstöðva COVID-19 á síðasta ári. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem hefur birt talnaefni um dánarmein þeirra sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát á árunum 2011 til 2020. Yfir tíu ára tímabil frá 2011 til 2020 dóu flestir á Íslandi úr blóðrásarsjúkdómum eða 6.946 landsmenn sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna, 32 prósent. Þar á eftir létust 6.170 úr æxlum eða 28,4 prósent látinna. Alls létust 2.286 úr sjúkdómum í taugakerfi, 10,5 prósent, og 1.840 úr sjúkdómum í öndunarfærum, eða 8,5 prósent. Fæstir dóu vegna ytri orsaka eða 1.433 sem svarar til 6,6 prósent af heildarfjölda látinna yfir tímabilið 2011–2020. Ytri orsakir eru til dæmis slys eða sjálfsvíg. Algengustu dánarmein eftir kyni tímabilu 2011-2020.Hagstofan Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að þegar rýnt sé í dánarmein hjá yngri aldurshópum kemur í ljós að dánarmein skiptast þar með öðrum hætti en þegar horft er til dánarmeina allra. Fram að 34 ára deyja til að mynda flestir úr ytri orsökum eða 55,2 prósent. Töluverður munur er á kynjunum á þessum aldri en 61 prósent karla deyja af ytri orsökum á móti 42 prósent kvenna. Sjúkdómar í taugakerfi jukust mest en dánartíðni vegna æxla og blóðrásarsjúkdóma fer lækkandi Heildarfjöldi dauðsfalla og hlutfall einstakra dánarorsaka er breytilegt eftir aldurssamsetningu mannfjöldans. Hagstofa Íslands notast við aldursstaðlaða dánartíðni, aldursstaðlað á hverja 100.000 íbúa af staðalþýði, til þess að auðvelda samanburð á dánartíðni, bæði yfir tíma og á milli landa. Á vef Hagstofunnar má sjá hvernig aldursstöðluð dánartíðni algengustu orsaka hefur þróast yfir tíma. Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum jukust mest á tímabilinu, fóru úr 46 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum árið 2001 í rúm 87 árið 2020 sem er aukning um 89 prósent. Dánartíðni vegna algengustu dánarorsaka 1996 til 2020.Hagstofan Aldursstöðluð dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi dróst hins vegar saman um 41 prósent, fór úr 422 í 248 af hverjum 100.000 íbúum, á tímabilinu 2001–2020. Sömu sögu er að segja af æxlum og öndunarfærasjúkdómum en þar var samdrátturinn 22 prósent og 21 prósent yfir sama tímabil. Covid-19 komið inn í tölurnar Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að teknir hafi verið í notkun tveir nýir dánarmeinakóðar á árinu 2020 en þeir tengjast báðir Covid-19, en faraldurinn hófst sem kunnugt er á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dóu 29 einstaklingar úr Covid-19 og einn einstaklingur vegna eftirstöðva COVID-19 á síðasta ári.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent