Fótbolti

Slæmt tap Alberts og félaga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert í leik með AZ.
Albert í leik með AZ. vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir AZ Alkmaar þegar liðið heimsótti Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Groningen var í fallsæti þegar kom að leik kvöldsins en AZ um miðja deild.

Heimamenn komust yfir eftir tuttugu mínútna leik og tvöfölduðu forystuna þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur 2-0 fyrir Groningen.

Albert lék allan leikinn og uppskar gult spjald. AZ í 11.sæti deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsvæðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.