Innlent

Réðust á mann vopnaðir öxi og kú­beini

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/egill

Lög­regla hand­tók þrjá vegna al­var­legrar líkams­á­rásar í Reykja­vík að­fara­nótt laugar­dags. Mennirnir voru vopnaðir bæði kú­beini og öxi en að sögn Þóru Jónas­dóttur, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjóns á höfuð­borgar­svæðinu, er ekki ljóst hvort báðum vopnum hafi verið beitt í á­rásinni.

Þolandinn var fluttur á slysa­deild með á­verka á höfði en er að sögn Þóru ekki mjög al­var­lega slasaður – að minnsta kosti ekki í lífs­hættu. RÚV greindi fyrst frá málinu.

Einn á­rásar­mannanna var úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 2. nóvember. Þóra segir að það sé vegna sí­brota.

Lög­regla þekki vel til nokkurra þeirra sem áttu hlut að málinu.

Þóra gat ekki sagt meira um málið, til dæmis hver að­dragandi á­rásarinnar hafi verið. „Þetta er bara í rann­sókn eins og stendur. Og rann­sókninni miðar vel.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.