Fótbolti

Grátlegt tap hjá Esbjerg

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ísak Óli í leik með Esbjerg
Ísak Óli í leik með Esbjerg ESBJERG

Ísak Óli Ólafsson og félagar hans í Esbjerg voru með leikinn gegn Fredericia í hendi sér framan af leik en gestunum tókst að jafna og svo komast yfir í uppbótartíma. 1-2 tap niðurstaðan hjá Esbjerg sem eru í smá vandræðum í neðri hluta deildarinnar.

Ísak Óli Ólafsson byrjaði leikinn í miðvarðastöðunni og lék allan leikinn. Það voru heimamenn í Esbjerg sem skoruðu fyrsta markið. Þar var á ferðinni Elias Sørensen sem skoraði á 14. mínútu leiksins.

Esbjerg voru svo með tögl og haldir allan leikinn eða þangað til á 64. mínútu þegar að Anders Holvad skoraði úr vítaspyrnu. 1-1 og æsispennandi lokakafli framundan. Það reyndist aldeilis rétt metið. Á 95. mínútu skoraðii svo Alexander Jensen. Frábær sigur hjá Fredericia sem laumar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Esbjerg hins vegar situr sem fastast í neðri hlutanum. Eru með tólf stig í tólf leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.