Reiðhjólaslys varð til þess að SÍ endurskoðar bætur afturvirkt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2021 15:00 Töluverð vinna bíður starfsmanna Sjúkratrygginga Íslands að fara yfir þau mál sem dómurinn snertir. Vísir/Egill Sjúkratryggingar Íslands munu fara yfir allar ákvarðanir sem teknar hafa verið síðustu fjögur árin sem tengjast bótagreiðslum úr sjúklinga- og slysatryggingum vegna miska eða læknisfræðilegrar örorku. Tilefnið er dómur Hæstaréttar frá því í sumar, þar sem tekist var á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss árið 2015. Í tilkynningu frá SÍ segir að farið verði yfir allar ákvarðanir sem teknar hafi verið vegna bótagreiðslna frá og með 3. júní 2017. Aðeins verða tekin fyrir mál þar sem talið er að endurskoðun þeirra geti leitt til hærri bótagreiðslna fyrir tjónþola. „Í þess konar bótamálum er algengt að leggja þurfi saman svokölluð miskastig, samkvæmt miskatöflu örorkunefndar. Endurskoðunin nú mun taka til allra ákvarðana þar sem svokallaðri hlutfallsreglu var beitt við samlagninguna,“ segir í tilkynningunni. Tekið er fram að tjónþolar eða umboðsmenn þeirra þurfi ekki að óska sérstaklega eftir endurskoðun, þar sem endurupptakan sé að frumkvæði SÍ. Þá er einnig bent á það að endurupptakan muni hefjast á næstunni en að nokkurn tíma muni taka að meta hvaða mál verði tekin upp. Hæstiréttur staðfesti ekki grundvöll hlutfallsreglunnar Í tilkynningunni er vísað í dóm Hæstaréttar frá því þann 3. júní síðastliðinn þar sem tryggingafélagið Vörður og starfsmaður Isavia tókust á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss sem maðurinn varð fyrir á leið úr vinnu árið 2015. Dómur Hæstaréttar frá því í sumar hefur þessar afleiðingar.Vísir/Vilhelm Taldi tryggingafélagið að við uppgjör bóta ætti ekki að leggja saman miskastig vegna orkutaps af völdum hvers áverka um sig samkvæmt miskatöflum örorkunefndar heldur beita svokallaðri hlutfallsreglu. Fór svo að Hæstiréttur dæmdi tryggingafélaginu í óhag. Segir í tilkynningu SÍ að ákveðið hafi verið að taka upp mál þar sem hinni svokölluðu hlutfallsreglu hafi verið beitt vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem grundvöllur reglunnar hlaut ekki staðfestingu. „Áhrif dómsins hafa verið til ítarlegrar skoðunar hjá SÍ og leiddi sú skoðun til þess að ákveðið var að fara yfir öll mál þar sem reglunni hafði verið beitt, fjögur ár aftur í tímann.“ Tryggingar Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Í tilkynningu frá SÍ segir að farið verði yfir allar ákvarðanir sem teknar hafi verið vegna bótagreiðslna frá og með 3. júní 2017. Aðeins verða tekin fyrir mál þar sem talið er að endurskoðun þeirra geti leitt til hærri bótagreiðslna fyrir tjónþola. „Í þess konar bótamálum er algengt að leggja þurfi saman svokölluð miskastig, samkvæmt miskatöflu örorkunefndar. Endurskoðunin nú mun taka til allra ákvarðana þar sem svokallaðri hlutfallsreglu var beitt við samlagninguna,“ segir í tilkynningunni. Tekið er fram að tjónþolar eða umboðsmenn þeirra þurfi ekki að óska sérstaklega eftir endurskoðun, þar sem endurupptakan sé að frumkvæði SÍ. Þá er einnig bent á það að endurupptakan muni hefjast á næstunni en að nokkurn tíma muni taka að meta hvaða mál verði tekin upp. Hæstiréttur staðfesti ekki grundvöll hlutfallsreglunnar Í tilkynningunni er vísað í dóm Hæstaréttar frá því þann 3. júní síðastliðinn þar sem tryggingafélagið Vörður og starfsmaður Isavia tókust á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss sem maðurinn varð fyrir á leið úr vinnu árið 2015. Dómur Hæstaréttar frá því í sumar hefur þessar afleiðingar.Vísir/Vilhelm Taldi tryggingafélagið að við uppgjör bóta ætti ekki að leggja saman miskastig vegna orkutaps af völdum hvers áverka um sig samkvæmt miskatöflum örorkunefndar heldur beita svokallaðri hlutfallsreglu. Fór svo að Hæstiréttur dæmdi tryggingafélaginu í óhag. Segir í tilkynningu SÍ að ákveðið hafi verið að taka upp mál þar sem hinni svokölluðu hlutfallsreglu hafi verið beitt vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem grundvöllur reglunnar hlaut ekki staðfestingu. „Áhrif dómsins hafa verið til ítarlegrar skoðunar hjá SÍ og leiddi sú skoðun til þess að ákveðið var að fara yfir öll mál þar sem reglunni hafði verið beitt, fjögur ár aftur í tímann.“
Tryggingar Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels