Meistararnir kláruðu Brighton í fyrri hálfleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fyrsta markið í uppsiglingu
Fyrsta markið í uppsiglingu vísir/Getty

Ilkay Gundogan opnaði markareikninginn fyrir gestina í Man City strax á þrettándu mínútu.

Þegar rúmur stundarfjórðungur lifði fyrri hálfleiks tók enska ungstirnið Phil Foden leikinn í sínar hendur þegar hann skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla og kom Man City í 0-3 og úrslitin nánast ráðin.

Heimamenn í Brighton náðu að hægja á meisturunum í síðari hálfleiknum sem var markalaus allt þar til á 81.mínútu þegar Alexis McAllister skoraði úr vítaspyrnu og minnkaði muninn í 1-3.

Í uppbótartíma venjulegs leiktíma löguðu gestirnir markatöluna enn frekar þegar Riyad Mahrez skoraði og innsiglaði þriggja marka sigur meistaranna.

Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Man City staðreynd.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.