Fótbolti

Bað kærustunnar þegar liðið hans fékk á sig mark

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin Cabral gerði sitt besta til að eyðileggja stóru stundina fyrir stuðningsmönnum Houston Dynamo.
Kevin Cabral gerði sitt besta til að eyðileggja stóru stundina fyrir stuðningsmönnum Houston Dynamo. getty/Shaun Clark

Stuðningsmaður Houston Dynamo bað kærustu sinnar á meðan leiknum gegn Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni stóð. Tímasetningin var þó nokkuð óheppileg.

LA Galaxy vann leik liðanna í Houston örugglega með þremur mörkum gegn engu. LA Galaxy er í 5. sæti Vesturdeildarinnar en Houston í því ellefta.

Skömmu eftir að seinni hálfleikurinn hófst beindist athygli tökumannanna upp í stúku. Þar skellti stuðningsmaður Houston sér á skeljarnar og bað kærustu sinnar.

Þegar hann var búinn að bera upp bónorðið og hjónin verðandi kysstust geystist LA Galaxy í sókn og Kevin Cabral skoraði þriðja mark liðsins. Þessa broslegu uppákomu má sjá hér fyrir neðan.

Cabral fagnaði marki sínu við þann enda stúkunnar þar sem stuðningsmaðurinn bað kærustu sinnar.

En jafnvel þótt liðið hans hafi fengið á sig mark og tapað leiknum sannfærandi virtust stuðningsmaðurinn og eiginkonan verðandi vera í sjöunda himni eftir bónorðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.