Fótbolti

Eitt prósent af tekjum af sölu miða á leikina fer beint í vasa leikmanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bandaríska landsliðkonan Christen Press var tilkynnt sem fyrstu leikmaður Angel City í september og hér er hún með varaforsetanum Angela Hucles Mangano, íþróttastjóranum Eniolu Aluko og forseta félagsins Julie Uhrman.
Bandaríska landsliðkonan Christen Press var tilkynnt sem fyrstu leikmaður Angel City í september og hér er hún með varaforsetanum Angela Hucles Mangano, íþróttastjóranum Eniolu Aluko og forseta félagsins Julie Uhrman. Getty/ Jayne Kamin-Oncea

Angel City er nýjasta félagið í bandaríska kvennafótboltanum en liðið spilar sitt fyrsta tímabil í NWSL-deildinni á næsta ári.

Félagið hefur aðsetur í Los Angeles og í eigendahópnum eru heimsþekktar konur eins og þær Natalie Portman, Eva Longoria, Mia Hamm og Serena Williams.

Það hefur gengið vel að kynna félagið og byggja upp áhuga sem sést á því að það er þegar búið að selja ellefu þúsund ársmiða fyrir 2022 þrátt fyrir að Angel City hafi ekki spilað einn einasta leik.

Nú síðasta tilkynnti Angel City að leikmenn liðsins munu fá hærri bónusa ef fleiri miðar seljast á leiki liðsins. Eitt prósent af tekjum á sölu miða á leiki Angel City mun fara beint í vasa leikmanna.

Það er því ljóst að leikmenn fá launahækkun sem gætu orðið þúsund Bandaríkjadalir eða kannski aðeins meira.

Allir leikmenn fá jafnt en þær þurfa hins vegar að samþykkja að taka þátt í markaðssetningu fyrir heimaleiki liðsins eins og á eigin samfélagsmiðlum eða annars staðar þar sem þær geta vakið upp áhuga á leikjunum.

Liðið spilar heimaleiki sína á Banc of California leikvanginum sem tekur 22 þúsund manns.

Sumum finnst frekar lítið að þetta sé bara eitt prósent en aðrir fagna því að þetta skref hafi verið tekið. Svo verður að sjá til hvernig þetta gengur og hvort að þetta þýðir aukna aðsókn að leikjum liðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.