Kanadamenn „uppfærðu“ Víkingaklappið og eru komnir inn á topp fimmtíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 11:01 Stjörnuleikmaðurinn Alphonso Davies með trommuna í Víkingaklappi Kanadamanna. Getty/Vaughn Ridley Kanadamenn hafa þotið upp styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins eftir mjög gott gengi í undankeppni HM og komust í gær í hóp fimmtíu bestu landsliða heims í fyrsta sinn í 24 ár. Kanadíska landsliðið er komið upp í 48. sæti FIFA-listans eftir að hafa byrjað árið í 72. sætið. Þegar árið 2021 rann í garð þá voru Kanadamenn 26 sætum á eftir íslenska landsliðinu en núna eru þeir komnir fjórtán sætum fyrir ofan íslenska landsliðið á listanum en október útgáfa hans var gefin út í gær. For the first time since 1997, Canada have entered the top 50 in FIFA s men s world rankings. They started the year in 72nd place and have since jumped to 48th pic.twitter.com/Ivfu7cAyBY— B/R Football (@brfootball) October 21, 2021 Í kanadíska landsliðinu eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn eins og til dæmis hinn eldfljóti Alphonso Davies hjá Bayern München, Jonathan David hjá Lille og Tajon Buchanan hjá New England Revolution. Þeir skoruðu allir í síðasta sigurleik liðsins í undankeppni HM. Kanadíska landsliðið er enn taplaust í undankeppni HM en hefur gert fjögur jafntefli í sex leikjum sínum í úrslitariðli Norður- og Mið-Ameríku þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara beint á HM. Kanada er eins og er í þriðja sæti, stigi á eftir Bandaríkjamönnum og fjórum stigum á eftir toppliði Mexíkó. Panama er síðan tveimur stigum á eftir Kanada í fjórða sæti en það gefur sæti í Álfu-umspilinu. Það er líka athyglisvert að Kanadamenn hafa tekið ástfóstri við Víkingaklappið sem íslensku strákarnir gerðu heimsfrægt á EM sumarið 2016. Kanadamenn hafa reyndar „uppfært“ Víkingaklappið aðeins því tromman er kominn niður á gras og það er einn leikmaður liðsins sem slær taktinn. Þetta má meðal annars sjá hér fyrir neðan eftir 4-1 sigurleik á móti Panama. Það er einmitt umræddur Alphonso Davies sem slær taktinn þarna á trommunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=sJzGv39rr38">watch on YouTube</a> HM 2022 í Katar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Kanadíska landsliðið er komið upp í 48. sæti FIFA-listans eftir að hafa byrjað árið í 72. sætið. Þegar árið 2021 rann í garð þá voru Kanadamenn 26 sætum á eftir íslenska landsliðinu en núna eru þeir komnir fjórtán sætum fyrir ofan íslenska landsliðið á listanum en október útgáfa hans var gefin út í gær. For the first time since 1997, Canada have entered the top 50 in FIFA s men s world rankings. They started the year in 72nd place and have since jumped to 48th pic.twitter.com/Ivfu7cAyBY— B/R Football (@brfootball) October 21, 2021 Í kanadíska landsliðinu eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn eins og til dæmis hinn eldfljóti Alphonso Davies hjá Bayern München, Jonathan David hjá Lille og Tajon Buchanan hjá New England Revolution. Þeir skoruðu allir í síðasta sigurleik liðsins í undankeppni HM. Kanadíska landsliðið er enn taplaust í undankeppni HM en hefur gert fjögur jafntefli í sex leikjum sínum í úrslitariðli Norður- og Mið-Ameríku þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara beint á HM. Kanada er eins og er í þriðja sæti, stigi á eftir Bandaríkjamönnum og fjórum stigum á eftir toppliði Mexíkó. Panama er síðan tveimur stigum á eftir Kanada í fjórða sæti en það gefur sæti í Álfu-umspilinu. Það er líka athyglisvert að Kanadamenn hafa tekið ástfóstri við Víkingaklappið sem íslensku strákarnir gerðu heimsfrægt á EM sumarið 2016. Kanadamenn hafa reyndar „uppfært“ Víkingaklappið aðeins því tromman er kominn niður á gras og það er einn leikmaður liðsins sem slær taktinn. Þetta má meðal annars sjá hér fyrir neðan eftir 4-1 sigurleik á móti Panama. Það er einmitt umræddur Alphonso Davies sem slær taktinn þarna á trommunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=sJzGv39rr38">watch on YouTube</a>
HM 2022 í Katar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira