Kanadamenn „uppfærðu“ Víkingaklappið og eru komnir inn á topp fimmtíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 11:01 Stjörnuleikmaðurinn Alphonso Davies með trommuna í Víkingaklappi Kanadamanna. Getty/Vaughn Ridley Kanadamenn hafa þotið upp styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins eftir mjög gott gengi í undankeppni HM og komust í gær í hóp fimmtíu bestu landsliða heims í fyrsta sinn í 24 ár. Kanadíska landsliðið er komið upp í 48. sæti FIFA-listans eftir að hafa byrjað árið í 72. sætið. Þegar árið 2021 rann í garð þá voru Kanadamenn 26 sætum á eftir íslenska landsliðinu en núna eru þeir komnir fjórtán sætum fyrir ofan íslenska landsliðið á listanum en október útgáfa hans var gefin út í gær. For the first time since 1997, Canada have entered the top 50 in FIFA s men s world rankings. They started the year in 72nd place and have since jumped to 48th pic.twitter.com/Ivfu7cAyBY— B/R Football (@brfootball) October 21, 2021 Í kanadíska landsliðinu eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn eins og til dæmis hinn eldfljóti Alphonso Davies hjá Bayern München, Jonathan David hjá Lille og Tajon Buchanan hjá New England Revolution. Þeir skoruðu allir í síðasta sigurleik liðsins í undankeppni HM. Kanadíska landsliðið er enn taplaust í undankeppni HM en hefur gert fjögur jafntefli í sex leikjum sínum í úrslitariðli Norður- og Mið-Ameríku þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara beint á HM. Kanada er eins og er í þriðja sæti, stigi á eftir Bandaríkjamönnum og fjórum stigum á eftir toppliði Mexíkó. Panama er síðan tveimur stigum á eftir Kanada í fjórða sæti en það gefur sæti í Álfu-umspilinu. Það er líka athyglisvert að Kanadamenn hafa tekið ástfóstri við Víkingaklappið sem íslensku strákarnir gerðu heimsfrægt á EM sumarið 2016. Kanadamenn hafa reyndar „uppfært“ Víkingaklappið aðeins því tromman er kominn niður á gras og það er einn leikmaður liðsins sem slær taktinn. Þetta má meðal annars sjá hér fyrir neðan eftir 4-1 sigurleik á móti Panama. Það er einmitt umræddur Alphonso Davies sem slær taktinn þarna á trommunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=sJzGv39rr38">watch on YouTube</a> HM 2022 í Katar Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Sjá meira
Kanadíska landsliðið er komið upp í 48. sæti FIFA-listans eftir að hafa byrjað árið í 72. sætið. Þegar árið 2021 rann í garð þá voru Kanadamenn 26 sætum á eftir íslenska landsliðinu en núna eru þeir komnir fjórtán sætum fyrir ofan íslenska landsliðið á listanum en október útgáfa hans var gefin út í gær. For the first time since 1997, Canada have entered the top 50 in FIFA s men s world rankings. They started the year in 72nd place and have since jumped to 48th pic.twitter.com/Ivfu7cAyBY— B/R Football (@brfootball) October 21, 2021 Í kanadíska landsliðinu eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn eins og til dæmis hinn eldfljóti Alphonso Davies hjá Bayern München, Jonathan David hjá Lille og Tajon Buchanan hjá New England Revolution. Þeir skoruðu allir í síðasta sigurleik liðsins í undankeppni HM. Kanadíska landsliðið er enn taplaust í undankeppni HM en hefur gert fjögur jafntefli í sex leikjum sínum í úrslitariðli Norður- og Mið-Ameríku þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara beint á HM. Kanada er eins og er í þriðja sæti, stigi á eftir Bandaríkjamönnum og fjórum stigum á eftir toppliði Mexíkó. Panama er síðan tveimur stigum á eftir Kanada í fjórða sæti en það gefur sæti í Álfu-umspilinu. Það er líka athyglisvert að Kanadamenn hafa tekið ástfóstri við Víkingaklappið sem íslensku strákarnir gerðu heimsfrægt á EM sumarið 2016. Kanadamenn hafa reyndar „uppfært“ Víkingaklappið aðeins því tromman er kominn niður á gras og það er einn leikmaður liðsins sem slær taktinn. Þetta má meðal annars sjá hér fyrir neðan eftir 4-1 sigurleik á móti Panama. Það er einmitt umræddur Alphonso Davies sem slær taktinn þarna á trommunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=sJzGv39rr38">watch on YouTube</a>
HM 2022 í Katar Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti