Átök á Pablo Discobar: Rekstrarstjóri réðst að gesti með vínflösku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2021 17:16 Fjölmörg vitni urðu að árásinni við Ingólfstorg í gær. Gestirnir þrír segja um hatursglæp að ræða. Eigandi Pablo Discobar segir rekstrarstjórann hafa misst stjórn á skapi sínu og sé miður sín. Vísir Rektrarstjóri Pablo Discobar, skemmtistaðar sem nýlega var opnaður að nýju eftir eldsvoða í mars í fyrra, missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Rekstrarstjórinn er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum. DV greindi fyrst frá málinu í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þrír vinir af erlendu bergi brotnir að skemmta sér á staðnum í gærkvöldi. Þeim sinnaðist við rekstrarstjórann um það leyti sem staðnum var lokað klukkan eitt. Beðnir um að yfirgefa staðinn við lokun Þeir lýsa því þannig að þeir hafi verið að skemmta sér vel en svo hafi karlmaður beðið þá um að yfirgefa staðinn. Þeir hafi verið ósáttir við að karlmaður, sem væri ekki klæddur sem starfsmaður, ætlaði að segja þeim til verka. Starfsmaðurinn hafi sagst ráða ríkjum á skemmtistaðnum og þeir ættu að drulla sér út. Þeir hafi beðið um fallegri beiðni um að yfirgefa staðinn og útskýrt að þeir hafi ekki vitað að hann væri eigandinn. Hann hafi á endanum brotið bílrúðu með vínflösku og um leið slasað einn þremenninganna þar sem þeir óku í burtu. Þeir hafi tilkynnt málið til lögreglu og hinn slasaði hafi leitað á bráðamóttöku. Þeir vilja meina að um hatursglæp sé að ræða vegna erlends uppruna þeirra. Enginn dyravörður á vakt Jón Bjarni Steinsson, eigandi Pablo Discobar, segir í samtali við Vísi hafði rætt málin við rekstrarstjórann. „Tómas var að skemmta sér í gærkvöldi en var ekki í vinnunni,“ segir Jón Bjarni og á við Tómas Núma Sigurðsson, rekstrarstjóra staðarins. Starfsfólki beri að láta gesti yfirgefa staðinn lögum samkvæmt þegar lokað sé klukkan eitt. Þremenningarnir, sem hafi verið með stæla, hafi ekki viljað hlýða fyrirmælum og þá hafi rekstrarstjórinn beðið þá um að yfirgefa staðinn. „Þeir lenda í útistöðum,“ segir Jón Bjarni og bendir á að þar sem það var miðvikudagur hafi enginn dyravörður verið á vakt til að sinna þessu verkefni. Einn gegn þremur „Honum tekst að lokum að koma þeim út með látum og veseni. Hann einn og þeir þrír,“ segir Jón Bjarni. Þegar búið hafi verið að henda öllum út hafi þremenningarnir ekið hjá í bíl, rennt niður rúðuna, hreytt einhverju í Tómas og tekið upp myndband. Myndbandið má sjá að neðan. „Hann missir bara stjórn á skapi sínu,“ segir Jón Bjarni. Það sé fullkomlega óásættanlegt en rétt að halda til haga að svona gerist ekki upp úr þurru. „En þú hagar þér ekki svona sem starfsmaður. Hann er kominn í leyfi þangað til annað kemur í ljós,“ segir Jón Bjarni. Engin þolinmæði fyrir svona rugli Fréttastofa náði ekki sambandi við Tómas Núma en Jón Bjarni sagði að honum væri mikið niðri fyrir og gerði sér grein fyrir mistökum sínum. Þá bendir hann á að þegar Tómas hafi heyrt að lögregla hafi mætt á vettvang hafi hann af sjálfsdáðum farið á lögreglustöð og gefið sig fram. „Ég er fjörutíu ára og hef núll þolinmæði fyrir svona rugli,“ segir Jón Bjarni. Hann bætir við að atvikið muni engin áhrif hafa á starfsemi Pablo. Þar verði opið í kvöld eins og venjulega. Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
DV greindi fyrst frá málinu í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þrír vinir af erlendu bergi brotnir að skemmta sér á staðnum í gærkvöldi. Þeim sinnaðist við rekstrarstjórann um það leyti sem staðnum var lokað klukkan eitt. Beðnir um að yfirgefa staðinn við lokun Þeir lýsa því þannig að þeir hafi verið að skemmta sér vel en svo hafi karlmaður beðið þá um að yfirgefa staðinn. Þeir hafi verið ósáttir við að karlmaður, sem væri ekki klæddur sem starfsmaður, ætlaði að segja þeim til verka. Starfsmaðurinn hafi sagst ráða ríkjum á skemmtistaðnum og þeir ættu að drulla sér út. Þeir hafi beðið um fallegri beiðni um að yfirgefa staðinn og útskýrt að þeir hafi ekki vitað að hann væri eigandinn. Hann hafi á endanum brotið bílrúðu með vínflösku og um leið slasað einn þremenninganna þar sem þeir óku í burtu. Þeir hafi tilkynnt málið til lögreglu og hinn slasaði hafi leitað á bráðamóttöku. Þeir vilja meina að um hatursglæp sé að ræða vegna erlends uppruna þeirra. Enginn dyravörður á vakt Jón Bjarni Steinsson, eigandi Pablo Discobar, segir í samtali við Vísi hafði rætt málin við rekstrarstjórann. „Tómas var að skemmta sér í gærkvöldi en var ekki í vinnunni,“ segir Jón Bjarni og á við Tómas Núma Sigurðsson, rekstrarstjóra staðarins. Starfsfólki beri að láta gesti yfirgefa staðinn lögum samkvæmt þegar lokað sé klukkan eitt. Þremenningarnir, sem hafi verið með stæla, hafi ekki viljað hlýða fyrirmælum og þá hafi rekstrarstjórinn beðið þá um að yfirgefa staðinn. „Þeir lenda í útistöðum,“ segir Jón Bjarni og bendir á að þar sem það var miðvikudagur hafi enginn dyravörður verið á vakt til að sinna þessu verkefni. Einn gegn þremur „Honum tekst að lokum að koma þeim út með látum og veseni. Hann einn og þeir þrír,“ segir Jón Bjarni. Þegar búið hafi verið að henda öllum út hafi þremenningarnir ekið hjá í bíl, rennt niður rúðuna, hreytt einhverju í Tómas og tekið upp myndband. Myndbandið má sjá að neðan. „Hann missir bara stjórn á skapi sínu,“ segir Jón Bjarni. Það sé fullkomlega óásættanlegt en rétt að halda til haga að svona gerist ekki upp úr þurru. „En þú hagar þér ekki svona sem starfsmaður. Hann er kominn í leyfi þangað til annað kemur í ljós,“ segir Jón Bjarni. Engin þolinmæði fyrir svona rugli Fréttastofa náði ekki sambandi við Tómas Núma en Jón Bjarni sagði að honum væri mikið niðri fyrir og gerði sér grein fyrir mistökum sínum. Þá bendir hann á að þegar Tómas hafi heyrt að lögregla hafi mætt á vettvang hafi hann af sjálfsdáðum farið á lögreglustöð og gefið sig fram. „Ég er fjörutíu ára og hef núll þolinmæði fyrir svona rugli,“ segir Jón Bjarni. Hann bætir við að atvikið muni engin áhrif hafa á starfsemi Pablo. Þar verði opið í kvöld eins og venjulega.
Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira