Búrkína Fasó komið upp fyrir Ísland á FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 09:01 Þórir Jóhann Helgason liggur í jörðinni eftir að hafa verið felldur í síðasta leik íslenska landsliðsins á móti Liechtenstein. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur niður um tvö sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var birtur í morgun. Ísland er nú í 62. sæti listans en íslenska liðið var í átjánda sæti fyrir þremur árum og hefur alls fallið niður um sextán sæti á þessu ári. Íslenska liðið hóf þetta ár í 46. sæti, datt niður í 52. sæti í apríl, niður í 53. sæti í ágúst og hefur síðan fallið niður um níu sæti á síðustu tveimur listum. Ísland var í 53. sæti á listanum fyrir ágúst. Einn sigur í fimm heimaleikjum í haust var ekki að hjálpa íslensku strákunum í baráttunni fyrir sætum á listanum. Næst á dagskrá eru útileiki í nóvember á móti Norður Makedóníu og Rúmeníu en það eru lokaleikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Afríkuþjóðirnar Malí og Búrkína Fasó hoppuðu sem dæmi bæði upp fyrir Ísland á nýja listanum. Búrkína Fasó er í harðri baráttu vuið Alsír um að komast áfram upp úr riðlinum og í þriðju umferð í baráttu um afrísku sætin á HM í Katar en Malí er í efsta sæti í sínum riðli. Belgar og Brasilíumenn halda tveimur efstu sætunum en enska landsliðið dettur niður um tvö sæti, fer úr þriðja sæti niður í það fimmta. Frakkar tryggðu sér Þjóðadeildartitilinn á dögunum og komast upp í þriðja sætið og Evrópumeistarar Ítalíu fara líka upp fyrir Englendinga. Hér fyrir neðan má sjá listann sem spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo var búinn að reikna út í gær. FIFA publicará mañana su nuevo ranking de selecciones, pero no hace falta que esperéis tanto para verlo. pic.twitter.com/vZUodRE4aq— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 20, 2021 HM 2022 í Katar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Ísland er nú í 62. sæti listans en íslenska liðið var í átjánda sæti fyrir þremur árum og hefur alls fallið niður um sextán sæti á þessu ári. Íslenska liðið hóf þetta ár í 46. sæti, datt niður í 52. sæti í apríl, niður í 53. sæti í ágúst og hefur síðan fallið niður um níu sæti á síðustu tveimur listum. Ísland var í 53. sæti á listanum fyrir ágúst. Einn sigur í fimm heimaleikjum í haust var ekki að hjálpa íslensku strákunum í baráttunni fyrir sætum á listanum. Næst á dagskrá eru útileiki í nóvember á móti Norður Makedóníu og Rúmeníu en það eru lokaleikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Afríkuþjóðirnar Malí og Búrkína Fasó hoppuðu sem dæmi bæði upp fyrir Ísland á nýja listanum. Búrkína Fasó er í harðri baráttu vuið Alsír um að komast áfram upp úr riðlinum og í þriðju umferð í baráttu um afrísku sætin á HM í Katar en Malí er í efsta sæti í sínum riðli. Belgar og Brasilíumenn halda tveimur efstu sætunum en enska landsliðið dettur niður um tvö sæti, fer úr þriðja sæti niður í það fimmta. Frakkar tryggðu sér Þjóðadeildartitilinn á dögunum og komast upp í þriðja sætið og Evrópumeistarar Ítalíu fara líka upp fyrir Englendinga. Hér fyrir neðan má sjá listann sem spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo var búinn að reikna út í gær. FIFA publicará mañana su nuevo ranking de selecciones, pero no hace falta que esperéis tanto para verlo. pic.twitter.com/vZUodRE4aq— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 20, 2021
HM 2022 í Katar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira