Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2021 20:30 Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. Aðeins tvö ár eru síðan hugmyndir að útsýnispallinum litu fyrst dagsins ljós. Stefnt er að því að byrja að skrúfa gólf í pallinn 20. september og opna hann um viku síðar. En bygging pallsins hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Í ágúst voru framkvæmdir stöðvaðar, sem þá var þó nánast lokið, þar sem byggingaleyfi hafði ekki enn verið gefið út. Haft var eftir sérfræðingi hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun að málið væri „eitt það versta sem hann hefði séð“. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir ýmsar ástæður fyrir því að fórst fyrir að fá leyfi. „Ég held við deilum bara sök í því, við og þeir sem að þessu koma, en byggingaleyfið er komið þannig að það var í rauninni ekkert í pallinum sem kom í veg fyrir að þetta gerðist.“ Útsýnispallurinn er á lokametrunum.Vísir/Sigurjón Þá þurfti að endurhanna pallinn eftir að búið var að bora festingar í bergið fyrir neðan hann. „Svo kemur bara símtalið, þetta er ekki hægt, það er ekki hægt að festa pallinn svona, þannig að það var bara smá panikk og fósturstelling í eina nótt og svo var bara byrjað upp á nýtt,“ segir Jón Páll. Nú á aðeins eftir að setja gólf í pallinn.Vísir/Sigurjón Og nú hillir loks undir verklok. „Það hafa verið mörg móment þar sem einhver hefur sagt: Við skulum bara hætta þessu. En allir hafa verið sammála um það að við ætlum að klára þetta, við ætlum að láta þetta gerast, og það er bara íslenska leiðin á þetta. Við setjum undir okkur hausinn, klárum vinnuna, látum þetta gerast og hér erum við komin,“ segir Jón Páll. Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Aðeins tvö ár eru síðan hugmyndir að útsýnispallinum litu fyrst dagsins ljós. Stefnt er að því að byrja að skrúfa gólf í pallinn 20. september og opna hann um viku síðar. En bygging pallsins hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Í ágúst voru framkvæmdir stöðvaðar, sem þá var þó nánast lokið, þar sem byggingaleyfi hafði ekki enn verið gefið út. Haft var eftir sérfræðingi hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun að málið væri „eitt það versta sem hann hefði séð“. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir ýmsar ástæður fyrir því að fórst fyrir að fá leyfi. „Ég held við deilum bara sök í því, við og þeir sem að þessu koma, en byggingaleyfið er komið þannig að það var í rauninni ekkert í pallinum sem kom í veg fyrir að þetta gerðist.“ Útsýnispallurinn er á lokametrunum.Vísir/Sigurjón Þá þurfti að endurhanna pallinn eftir að búið var að bora festingar í bergið fyrir neðan hann. „Svo kemur bara símtalið, þetta er ekki hægt, það er ekki hægt að festa pallinn svona, þannig að það var bara smá panikk og fósturstelling í eina nótt og svo var bara byrjað upp á nýtt,“ segir Jón Páll. Nú á aðeins eftir að setja gólf í pallinn.Vísir/Sigurjón Og nú hillir loks undir verklok. „Það hafa verið mörg móment þar sem einhver hefur sagt: Við skulum bara hætta þessu. En allir hafa verið sammála um það að við ætlum að klára þetta, við ætlum að láta þetta gerast, og það er bara íslenska leiðin á þetta. Við setjum undir okkur hausinn, klárum vinnuna, látum þetta gerast og hér erum við komin,“ segir Jón Páll.
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01
Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29
Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52