Innlent

Á­fram grímu­skylda á Land­spítala þrátt fyrir af­léttingar

Atli Ísleifsson skrifar
Reglum um grímuskyldu, fjarlægðarmörk og almenna umgengni á Landspítala verður því ekki breytt að svo stöddu.
Reglum um grímuskyldu, fjarlægðarmörk og almenna umgengni á Landspítala verður því ekki breytt að svo stöddu. Vísir/Vilhelm

Farsóttanefnd Landspítalans telur ekki tímabært að aflétta takmörkunum á spítalanum þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að slaka á takmörkunum í samfélaginu með breytingum á reglugerð.

Frá þessu segir á vef Landspítala. Segir að ekki þykir tímabært að aflétta takmörkunum þar þar sem enn greinist „50-80 einstaklingar daglega með Covid-19 í samfélaginu og nýgengi fer hækkandi sem og hlutfall jákvæðra sýna.“

Reglum um grímuskyldu, fjarlægðarmörk og almenna umgengni verði því ekki breytt að svo stöddu og gildi áfram sömu reglur um heimsóknir og komur á spítalann, skimanir sjúklinga og starfsmanna og aðrar ráðstafanir sem ætlað er að draga úr hættu á dreifingu Covid-19 innan stofnunarinnar.

Samkvæmt breytingum á reglugerð stjórnvalda um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tóku gildi á miðnætti, var grímuskyldu aflétt og fjöldatakmarkanir skuli miðast við tvö þúsund. Einnig var tilkynnt að öllum takmörkunum innanlands skyldi aflétt eftir fjórar vikur.


Tengdar fréttir

Þessar afléttingar tóku gildi á miðnætti

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti skömmu fyrir hádegi í gær að ráðist yrði í þrekaskiptar afléttingar á innanlandstakmörkunum vegna Covid-19 með að markmiði að öllum takmörkunum verði aflétt 19. nóvember. Fyrstu afléttingarnar tóku gildi á miðnætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×