Innlent

Þessar afléttingar tóku gildi á miðnætti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eftir um einn mánuð er stefnt að því að aflétta öllum innanlandstakmörkunum.
Eftir um einn mánuð er stefnt að því að aflétta öllum innanlandstakmörkunum. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti skömmu fyrir hádegi í gær að ráðist yrði í þrekaskiptar afléttingar á innanlandstakmörkunum vegna Covid-19 með að markmiði að öllum takmörkunum verði aflétt 19. nóvember. Fyrstu afléttingarnar tóku gildi á miðnætti.

Ber þar helst að nefna að almennar fjöldatakmarkanir eru nú tvö þúsund manns, grímuskyldu hefur verið aflétt, opnunartími veitingastaða varlengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt.

Breytingarnar sem tóku gildi á miðnætti eru eftirfarandi:

  • Almennar fjöldatakmarkanir 2.000 manns í stað 500.
  • Nándarregla óbreytt 1 metri, með sömu undantekningum og verið hafa, s.s. á sitjandi viðburðum og þjónustu sem krefst mikillar nándar.
  • Með notkun hraðprófa má víkja frá fjöldatakmörkunum og nándarreglu.
  • Grímuskyldu aflétt að frátöldum sérstökum reglum á heilbrigðisstofnunum.
  • Skráningarskyldu á viðburðum og veitingahúsum aflétt.
  • Opnunartími veitingastaða þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar lengdur um klukkustund, til kl. 01:00. Rýma þarf staði fyrir kl. 02:00.

Sem fyrr segir er stefnt að fullri afléttingu samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember. Er það þó gert með fyrirvara um að faraldurinn þróist ekki verulega á verri veg, svo sem vegna mikillar fjölgunar innlagna á spítala vegna COVID-19 sem heilbrigðiskerfið ræður ekki við. Áfram verði beitt sýnatöku, einangrun, smitrakningu og sóttkví en þessi atriði verði þó endurskoðuð í samráði við sóttvarnalækni, að því er fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um afléttingarnar sem tilkynnt var um í dag. Meðal annars var tekinn púlsinn á hárgreiðslufólki sem fagnaði fréttunum af því að grímuskyldan heyrði sögunni til mjög.


Tengdar fréttir

Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina

Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.