Fótbolti

Mist framlengir við Íslandsmeistarana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mist Edvardsdóttir verður áfram íherbúðum Vals.
Mist Edvardsdóttir verður áfram íherbúðum Vals. Vísir/Elín Björg

Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals út næsta tímabil.

Frá þessu er greint á Facebook síðu Vals, en Mist gekk í raðir Hlíðarendaliðsins árið 2011 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan.

Mist er 31 árs og á að baki yfir 200 leiki í öllum keppnum með félagsliðum sínum. Þá á hún einnig að baki 13 A-landsliðsleiki.

Eins og áður segir hefur Mist verið lykilleikmaður í liði Vals síðustu ár, en hún var einmitt valin besti leikmaður tímabilsins af Pepsi Max mörkunum í lok síðasta tímabils.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.