Englandsmeistararnir ekki í vandræðum með Belgana

Leikmenn Manchester City fagna fjórða marki sínu í dag.
Leikmenn Manchester City fagna fjórða marki sínu í dag. ANP Sport via Getty Images

Ensku meistararnir í Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum þegar liðið heimsótti Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í dag. City er nú í það minnsta tímabundið á toppi A-riðils eftir 4-0 sigur.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós eftir um hálftíma leik þegar að Joao Cancelo kom gestunum í City yfir eftir stoðsendingu frá Íslandsvininum Phil Foden.

Gestirnir fengu svo vítaspyrnu stuttu fyrir hálfleik þegar Stanley N'Soki braut á Riyad Mahrez innan vítateigs. Mahrez fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá Simon Mignolet í marki Club Brugge.

Kyle Walker kom gestunum í 3-0 á 53. mínútu eftir stoðsendingu frá Kevin De Bruyne, áður en Cole Palmer skoraði fjórða mark City rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Hans Vanaken lagaði stöðuna lítillega á 81. mínútu þegar hann minnkaði muninn í 4-1, en Riyad Mahrez bætti við sínu öðru marki, og fimmta marki City þremur mínútum síðar.

Manchester City hefur nú sex stig á toppi A-riðils, tveimur stigum meira en Club Brugge sem situr í þriðja sæti.

Þá tók Besiktas á móti Sporting í C-riðli þar sem gestirnir höfðu betur, 4-1. Sebastian Coates skoraði tvö mörk fyrir gestina og Pablo Sarabia og Paulinho eitt mark hvor. Cyle Larin skoraði mark heimamanna.

Þetta voru fyrstu stig Sporting í riðlinum, en liðið situr í þriðja sæti. Besiktas er enn án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira