Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2021 11:48 Að sögn Kristins Þorsteinssonar skólameistara hafa skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ/Vísir/Egill Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. Páll starfar sem kennari við skólann en hefur samhliða því vakið athygli fyrir afdráttarlaus skrif á bloggsíðu sína sem svo Morgunblaðið vitnar með reglubundnum hætti í. Sjaldan hafa þó skrif Páls vakið eins hörð viðbrögð og nýlega þar sem Páll taldi staðfest, eftir að Helgi Seljan blaðamaður greindi frá því að hann hefði farið á geðdeild, að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri þar með ómarktækur. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi hafa logað eftir að málið kom upp. Kristinn segir í samtali við Vísi að skrifin hafi vissulega verið til umræðu innan Fjölbrautar í Garðabæ og sitt sýndist hverjum. Og þá hafi skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar.“ Störf í voða vegna umdeildra skoðana Umdeilanlegt hlýtur að teljast að menn hætti störfum sínum með að tjá skoðanir en slík tilvik þekkjast: Snorra Óskarssyni, sem kenndur hefur verið við hvítasunnusöfnuðinn í Betel, var sagt upp störfum við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012 eftir að hann birti pistil á sinni bloggfærslu. Sú uppsögn var dæmd ólögmæt. Þá var Kristinn Sigurjónsson lektor rekinn frá Háskólanum í Reykjavík vegna ummæla sem hann lét falla á lokuðum Facebookhópi. Kristinn kærði málið en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómsstólum. Málið reyndist mjög umdeilt. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem skrif Páls eru sett í samhengi við störf hans. Flókið mál úrlausnar Svo virðist sem fólk sé sérlega viðkvæmt fyrir umdeildum skoðunum ef viðkomandi fæst við kennslustörf? „Það er rétt. Og það er til eitthvað sem heita siðareglur kennara sem er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Opnar öllum,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að málið sé ekki einfalt úrlausnar. „Það er auðvelt að kalla eftir höfði manna og fólk hugsar það ekki til enda hvaða áhrif það hefur á almenna umræðu; ef skoðanir manna geta haft þær afleiðingar. En það liggur ekkert fyrir um hver viðbrögð innan skólans verða, þetta er bara til skoðunar.“ Fjölmiðlar Framhaldsskólar Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Páll starfar sem kennari við skólann en hefur samhliða því vakið athygli fyrir afdráttarlaus skrif á bloggsíðu sína sem svo Morgunblaðið vitnar með reglubundnum hætti í. Sjaldan hafa þó skrif Páls vakið eins hörð viðbrögð og nýlega þar sem Páll taldi staðfest, eftir að Helgi Seljan blaðamaður greindi frá því að hann hefði farið á geðdeild, að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri þar með ómarktækur. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi hafa logað eftir að málið kom upp. Kristinn segir í samtali við Vísi að skrifin hafi vissulega verið til umræðu innan Fjölbrautar í Garðabæ og sitt sýndist hverjum. Og þá hafi skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar.“ Störf í voða vegna umdeildra skoðana Umdeilanlegt hlýtur að teljast að menn hætti störfum sínum með að tjá skoðanir en slík tilvik þekkjast: Snorra Óskarssyni, sem kenndur hefur verið við hvítasunnusöfnuðinn í Betel, var sagt upp störfum við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012 eftir að hann birti pistil á sinni bloggfærslu. Sú uppsögn var dæmd ólögmæt. Þá var Kristinn Sigurjónsson lektor rekinn frá Háskólanum í Reykjavík vegna ummæla sem hann lét falla á lokuðum Facebookhópi. Kristinn kærði málið en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómsstólum. Málið reyndist mjög umdeilt. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem skrif Páls eru sett í samhengi við störf hans. Flókið mál úrlausnar Svo virðist sem fólk sé sérlega viðkvæmt fyrir umdeildum skoðunum ef viðkomandi fæst við kennslustörf? „Það er rétt. Og það er til eitthvað sem heita siðareglur kennara sem er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Opnar öllum,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að málið sé ekki einfalt úrlausnar. „Það er auðvelt að kalla eftir höfði manna og fólk hugsar það ekki til enda hvaða áhrif það hefur á almenna umræðu; ef skoðanir manna geta haft þær afleiðingar. En það liggur ekkert fyrir um hver viðbrögð innan skólans verða, þetta er bara til skoðunar.“
Fjölmiðlar Framhaldsskólar Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira